Páll Ólafsson, Ljóðið Vetrarkveðja
Margt er gott að muna þér
þó mér þú fyndist langur.
Farðu vel, þú færðir mér
fögnuð bæði og angur.

Þó að nísti frostið fast
og fölni grænir hagar
eftir þetta kuldakast
koma betri dagar.
Rosa laxa
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn   laxa
     
Höfundur   Retz.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Snærós
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti   R. soongarica Bge.; R. gebleriana Schrenck.
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól (hálfskuggi).
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   -250 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Snærósin er náskyld R. majalis. Hún er fermur lágvaxin. Runninn er grannar, bogsveigðar greinar og verður allt að 250 sm há. Greinar með grænan börk, oft líka dálítið rauðleitan. Þyrnar bognir eða líka beinir, breiðir við grunninn. Smálaufin 5-9, hárlaus eða hærð á neðraborði, allt að 4 sm löng.
     
Lýsing   Blómin hvít, einföld, með 4-8 krónublöð, stök eða nokkur saman, 4-5 sm breið, einblómstrandi. Bikarblöð heilrend, venjulega kirtilhærðir. Nýpur egglaga, rauðar, 1,5 sm langar, bikarblöð upprétt.
     
Heimkynni   A Asía - NV Kína, Síbería.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, vel framræstur, meðalvökvun.
     
Sjúkdómar   Viðkvæm fyrir hunangssvepp og ryðsvepp.
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1, Krüssmann, G. 1978: Handbuch der Laubgeholze. Band III Berlin - Hamburg, www.pfaf.org/user/Plant.aspx?LatinName=Rosa+laxa, www.helpmefind.com/rose/l.php?l=2.6091.4
     
Fjölgun   Sáning (það getur tekið fræið 2 ár að spíra). Síðsumargræðlingar með hæl(það getur tekið 12 mánði fyrir græðlinginn að rætast), rótarskot, sveiggræðsla (getur tekið 12 mánuði).
     
Notkun/nytjar   Í trjá- og runnabeð, í kanta.
     
Reynsla   Snærósinni var sáð í Lystigarðinum 1978 og 1994, sú eldri kelur lítið eða ekkert, en sú yngri dálítið, hvorug blómstraði 2008 og 2009.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is