Jónas Hallgrímsson - Úr ljóðinu Dalvísa
Fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
flóatetur! fífusund!
fífilbrekka! smáragrund!
yður hjá ég alla stund
uni best í sæld og þrautum;
fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
Salix barrattiana 'Bústi'
Ættkvísl   Salix
     
Nafn   barrattiana
     
Höfundur   Hook.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Bústi'
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Þústavíðir
     
Ætt   Víðiætt (Salicaceae).
     
Samheiti   S. albertana Rowlee
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Frjóhnappar rauðir.
     
Blómgunartími   Maí-júní.
     
Hæð   - 1 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Þústavíðir
Vaxtarlag   Lauffellandi runni, allt að 1 m hár. Smágreinar dúnhærðar.
     
Lýsing   Laufin 4-7 sm löng, þétt silki-dúnhærðar bæði ofan og neðan, oddbaugótt til öfugegglaga eða öfuglensulaga (v. angustifolia Anderss.) ydd, næstum heilrend eða oftast sagtennt, axlablöð stutt og breið, næstum hárlaus, kirtilrandhærð, stundum langæ (v. marcescens Raup). Blaðstilkar 5-14 mm. Reklar legglausir, uppréttir, koma á undan laufunum. Stoðblöð ydd, svört, silkihærð. Fræhýði hvít-silkihærð. Fræflar 2, frjóþræðir hárlausir. Sérbýli. Kvenreklar 4-9 sm að lengd en karlreklar 2-5 sm með fallegum rauðum frjóhnöppum.&
     
Heimkynni   Alaska.
     
Jarðvegur   Rakur, sendinn-malarborinn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   = 6. 23
     
Fjölgun   Sumar- og vetrargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í stórar steinhæðir, í þyrpingar, í beð.
     
Reynsla   Harðgerð planta. 'Bústi' er úrval úr söfnunarferð Alaska 1985.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Þústavíðir
Þústavíðir
Þústavíðir
Þústavíðir
Þústavíðir
Þústavíðir
Þústavíðir
Þústavíðir
Þústavíðir
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is