Jón Helgason - Úr ljóðinu Áfangar
Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
Salix glauca
Ættkvísl   Salix
     
Nafn   glauca
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Rjúpuvíðir
     
Ætt   Víðiætt (Salicaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími   Júní.
     
Hæð   -1 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Rjúpuvíðir
Vaxtarlag   Lauffellandi, uppréttur runni, allt að 1 m hár. Árssprotar dökkrauðir og hærðir á unga aldri en grábrúnir og knýttir og hárlausir með aldrinum.
     
Lýsing   Lauf allt að 4,5-8 sm að lengd og 1,2-3,9 sm á breidd, öfugegglaga eða öfuglensulaga, þunn, heilrend, skærgræn á efra borði en blágræn á því neðra og þétt dúnhærð, sérstaklega á unga aldri, með 5-6 æðastrengjapör. Laufleggur allt að 15 mm langur, engin axlablöð. Reklar stinnir og vaxa um leið og laufin. Karlblóm með 1 hunangakirtil, 2 fræflar, kvenblóm með 1 hunangskirtil, eggleg grá-dúnhærð.&
     
Heimkynni   N Evrópa, N Asía, NV Ameríka.
     
Jarðvegur   Léttur, frjór, framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   2
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sumar- og vetrargræðlingar, (sáning).
     
Notkun/nytjar   Í þyrpingar, í brekkur, í steinhæðir.
     
Reynsla   Í Lystigarðinu er til 1 planta frá 1978, önnur frá 1984 tvær frá 1985 (frá Alaska) og þrjár frá 2010 (frá Grænland). Allar þrífast vel. Harðgerð og auðræktuð tegund.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Rjúpuvíðir
Rjúpuvíðir
Rjúpuvíðir
Rjúpuvíðir
Rjúpuvíðir
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is