Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Saxifraga hirculus
Ættkvísl   Saxifraga
     
Nafn   hirculus
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Gullbrá
     
Ætt   Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Gulur/gulrauðdröfnóttur.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   6-12 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Gullbrá
Vaxtarlag   Plöntur með lausa blaðhvirfingu, sem myndar gisna breiðu.
     
Lýsing   Grunnlaufin 1-3 x 0,3-0,6 sm, mjólensulaga, heilrend, enginn greinilegur laufleggur. Rauðleit, ekki kirtilhærð, hvorki við grunn né í blaðöxlum. Blómstöngull allt að 35 sm (í ræktun, en mun minni til fjalla), með lauf og 1-4 blóm í skúf. Krónublöð 0,9-1,6 x 0,4-0,6 sm, oddbaugótt til öfugegglaga-aflöng, skærgul með rauðgulum dröfnum neðantil, meira en helmingi lengri en bikarblöðin sem eru hárlaus og útstæð.
     
Heimkynni   Ísland, fjöll Evrópu.
     
Jarðvegur   Fremur rakur, meðalfrjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   2
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í beð, í blómaengi. Þarf rakan vaxtarstað.
     
Reynsla   Harðgerð planta, sem þrífst prýðilega í görðum. Bráðfalleg íslensk tegund sem er auðræktuð í steinhæð.
     
Yrki og undirteg.   S. hirculus v. major er mun stærri eða allt að 30 cm á hæð en ekki vitað um reynslu hérlendis af henni.
     
Útbreiðsla  
     
Gullbrá
Gullbrá
Gullbrá
Gullbrá
Gullbrá
Gullbrá
Gullbrá
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is