Málsháttur
Mjór er mikils vísir.
Saxifraga hypnoides
Ættkvísl   Saxifraga
     
Nafn   hypnoides
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Mosasteinbrjótur
     
Ætt   Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær, sígræn jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Júní-júlí.
     
Hæð   15-25 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Mosasteinbrjótur
Vaxtarlag   Myndar gisnar breiður.
     
Lýsing   Flest laufin eru heilrend og bandlensulaga á jarðlægu sprotum en 3-7 flipótt og blævængslaga og með breiðan legg á enda hvirfinganna, flipar með þornháralíka enda. Sumardvalarbrum 5-10 x 2-4 mm, stundum í blaðöxlum jarðlægra sprota, ytri brumlauf með breiðan, himnukenndan jaðar og græna miðju. Blómstönglar 5-20 sm, greinóttir ofan til og myndargisinn, 2-7 blóma skúf, knúpparnir eru álútir. Krónublöð 7-12 mm, öfugegglaga, hvít, skarast ekki. Bikarblöð um þriðjungur af lengd krónublaðanna.
     
Heimkynni   NV Evrópa, Ísland.
     
Jarðvegur   Jafnrakur, framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, sem undirgróður, í beð.
     
Reynsla   Auðvelt að flytja í garða. Vex hérlendis í urðum og melum, algeng um allt land.
     
Yrki og undirteg.   var. luteo-virens = Þórsmerkursteinbrjótur í sumum heimildum, gulblóma (var til í Lystigarðinum).
     
Útbreiðsla  
     
Mosasteinbrjótur
Mosasteinbrjótur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is