Vorið góða, grænt og hlýtt (Heinrich Heine, þýðing)
Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.

Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur;
eins mig fýsir alltaf þó:
aftur að fara í göngur.
Saxifraga x andrewsii
Ættkvísl   Saxifraga
     
Nafn   x andrewsii
     
Höfundur   Harw.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Írasteinbrjótur
     
Ætt   Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær, sígræn jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Hvítur með rauðar doppur.
     
Blómgunartími   Júní-júlí.
     
Hæð   15-25 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Sennilega blendingur bergsteinbrjóts (S. paniculata) og spaðasteinbrjóts (S. spathularis). Þéttvaxinn fjölæringur, blaðhvirfingar að 12 sm í þvermál. Myndar breiður fagurgrænna, skállaga blaðhvirfinga.
     
Lýsing   Lauf bandlaga með tennta jaðra. Blómstönglar rauðleitir að 25 sm. Blómin í stuttum topp. Krónublöð hvít með rauðum doppum eða blettum.
     
Heimkynni   Garðablendingur.
     
Jarðvegur   Fremur rakur, meðalfrjór, framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   3
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, sem undirgróður, í beð.
     
Reynsla   Harðgerð, töluvert ræktaður í Reykjavík (HS). Ekki til í Lystigarðinum sem stendur.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is