Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Sorbus americana
Ættkvísl   Sorbus
     
Nafn   americana
     
Höfundur   Marsh.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Hnappareynir
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni eða tré.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hæð   5-8 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Hnappareynir
Vaxtarlag   Fremur hægvaxta, einstofna eða margstofna tré sem verður allt að 10 m á hæð (meira og minna eftir uppruna), fremur hægvaxta með ávalri frekar opinni krónu. Gæti jafnvel flokkast undir stórvaxinn runna. Börkur ljósgrár, sléttur og þunnur og brotnar upp í þunnar flögur með aldrinum. Árssprotar þykkir, stinnir, rauðbrúnir. Brum keilulaga, djúprauð, meira eða minna límkennd, stór eða allt að 20 mm, aðallega með rauðbrúnum hárum í oddinn og á jöðrum brumhlífa.
     
Lýsing   Blöðin stór, stakfjöðruð, hvert lauf allt að 33 sm með rauðri miðtaug og 7-8 laufblaðapörum. Hvert smálauf allt að 10 x 2,6 sm, oddbaugótt-lensulaga og mjókkar smám saman til enda, langydd, fíntennt nær því að grunni og ekki nöbbótt á neðra borði, skærgræn á efra borði, ögn dúnhærð á unga aldri, grágræn og dúnhærð á neðra borði, bogsdregin eða breiðkeilulaga í grunninn og haustlitir eru gulir. Blómin í stórum hálfsveipum, hver allt að 14 sm í þvermál. Bikarinn lítill, bjöllulaga með fimm sepum. Krónublöð nær kringlótt, hvít, 2-5 mm á lengd. Í hverju blómi eru margir fræflar og 3-4, hálfundirsætnar frævur, ekki samvaxar ofan til, dálítið hærðar. Stílar allt að 2 mm, með nokkru millibili. Fræflar eru styttri en krónublöðin. Aldin gljáandi appelsínugul-rauð að 7,5-8 mm, nánast kúlulaga. Aldinin eru æt en fremur súr á bragðið. Bikarblöð varla kjötkennd. Hvert aldin er með 1-2 fræjum sem eru gulleit en verða kastaníubrún með þroska, lítið eða 3 x 2 mm. Töluvert breytileg tegund. 2n=34 (McAll.) Líkist fjallareyni en sá er með rauðari árssprota og langyddari blöð og brum sem ekki eru límug. Áþekkur íslenska reyninum en þekkist frá honum á dökkum, límugum og lítt hærðum brumum en brum, blómsveipar og blöð reynis eru áberandi hærð. Líkist einnig mjög skrautreyni en þá tegund má þekkja á mun blágrænni blöðum sem ekki eru tennt neðan til auk þess sem hann er með töluvert stærri blóm og ber, berin rauð. Svo má nefna að blöðin á S. decora eru aflöng-lensulaga ?oftast jafnbreið að hluta til en mjókka síðan snögglega í oddinn, dökkblágræn og gróftennt. Blöðin á Sorbus americana eru odddregin nánast frá grunni og út í enda, mjókka smám saman fram í enda, fagurgræn, mun fíntenntari og yfirleitt fleiri (7-8 blaðpör) en á skrautreyni. Fræ Sorbus decora, aflengri, ljósari og um helmingi stærri en fræ Sorbus americana. Brum djúprauð á Sorbus americana en svartrauð eða nær svört á Sorbus decora.
     
Heimkynni   M & A N Ameríka (norður til Nýfundnalands).
     
Jarðvegur   Frjór, djúpur, rakaheldinn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   2
     
Heimildir   1, 15
     
Fjölgun   Sáning, sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í raðir, í þyrpingar, í blönduð trjá- og runnabeð, sem stakstætt tré.
     
Reynsla   Harðgerð og auðræktuð tegund. Þrífst mjög vel í garðinum. Elsta eintakið kom sem nr. 369 frá Montréal HB 1985-86 og er í P2-J07 (efra svæði, norðurbeð) gróðursett 1991. Greining staðfest 2001 og aftur 2007. Ekki auðgreindur frá skrautreyni (S. decora) og sumar heimildir tala um blendinga á milli þeirra, sem reyndar verður að telja vafasamt.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Hnappareynir
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is