Málsháttur
Lengi býr að fyrstu gerð.
Sorbus decora
Ćttkvísl   Sorbus
     
Nafn   decora
     
Höfundur   (Sarg.) C.K. Schneid.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Skrautreynir
     
Ćtt   Rósaćtt (Rosaceae).
     
Samheiti   Pyrus decora (Sarg.) Hyland Pyrus dumosa (Greene) Fernald Pyrus sambucifolia S.Watson & J.M.Coult. Pyrus sitchensis B.L.Rob. & Fernald Pyrus subvestita (Greene) Farw. Sorbus americana Pursh Sorbus dumosa House Sorbus sambucifolia Dippel Sorbus scopulina Hough Sorbus subvestita Rosend. & Butters Pyrus americana var. decora Sarg. Sorbus americana var. decora Sarg. Sorbus americana var. sitchensis (M.Roem.) Sudw.
     
Lífsform   Stór, lauffellandi runni eđa tré.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Júní-júlí.
     
Hćđ   6-10 m
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Skrautreynir
Vaxtarlag   Lauffellandi runni eđa lítiđ tré, allt ađ 10 m hátt en getur ţó orđiđ allt ađ 12 m á hćđ í heimkynnum sínum. Árssprotar kröftugir, stinnir. Brum keilulaga, mjög dökkrauđ til svört, meira eđa minna límug, oftast stór eđa allt ađ 20 mm, hćrđ í oddinn og ađeins hćrđ á jöđrum brumhlífa en hárin eru oft hulin í límkvođunni.
     
Lýsing   Laufin dökkgrćn, stór, 20-32 sm međ 5-8 smáblađapörum. Smáblöđin ađ 60-80 x 23-33 mm, aflöng-lensulaga, mjókka snögglega í hvassan odd, tennt nćstum ađ grunni, dökk grćn og ekki nöbbótt á neđra borđi. Blómskipunin hálfsveipur, stór. Blóm rjómahvít, hvert blóm um 6 mm í ţvermál, útstćđ. Aldin smá, allt ađ 5,75 x 6 mm til dćmis á Grćnlandi og upp í 10 x 11 mm á góđum vaxtarstöđum, eplalaga, bikarblöđ dálítiđ kjötkennd. Frćvur 3-4, hálf-undirsćtnar, tengjast ekki í oddin, hvíthćrđar. Stílar ađ 2,25 mm, ađskildir. Frć gulleit til brún, ađ 5 x 2 mm allt ađ 5 í hverju aldini eđa nćr tvöfalt stćrri en frć knappareynis. 2n=68 (McAll.)
     
Heimkynni   NA N Ameríka, S Grćnland .
     
Jarđvegur   Frjór, framrćstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   2
     
Heimildir   1,15
     
Fjölgun   Haustsáning (apomitic), sumargrćđlingar.
     
Notkun/nytjar   Í ţyrpingar, í beđ, sem stakstćtt tré, sem götutré.
     
Reynsla   Harđgert tré og hefur reynst vel í garđinum. Elsta eintakiđ er frá tíma Jóns Rögnvaldssonar og ţví frá 1950-1955 eđa ţar um bil. Mjög harđgert og kelur aldrei. Á skiliđ mun meiri útbreiđslu. Nokkur yngri eintök frá 1984-1986 einnig í rćktun og sýna sömu hörku, algjörlega pottţétt, blómsćl og bera mikiđ af berjum á hverju ári.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Skrautreynir
Skrautreynir
Skrautreynir
Skrautreynir
Skrautreynir
Skrautreynir
Skrautreynir
Skrautreynir
Skrautreynir
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is