Halldór Kiljan Laxness - Heimsljós

"Fegursta blómið, það lifir í huldum stað, fæstir fá nokkurntíma að sjá það, mörgum sést yfir það, nokkrir kunna ekki skil á gildi þess, þeir sem uppgötva það munu ekki sjá annað blóm síðan. Allan daginn hugsar maður um það. Þegar maður sefur dreymir mann það. Maður deyr með nafn þess á vörum."

Spiraea japonica
Ættkvísl   Spiraea
     
Nafn   japonica
     
Höfundur   L. f.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Japanskvistur
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti   Spiraea fritschiana C.K.Schneid.
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Rósbleikur til skarlatsrauður.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   -1,5 m
     
Vaxtarhraði   Hægvaxta.
     
 
Japanskvistur
Vaxtarlag   Lauffellandi runni, allt að 1,5 m hár. Greinar stinnar uppréttar, greinast lítið, oftast sívalar, stundum hliðflatar og kantaðar, hárlausar eða dúnhærðar í fyrstu.
     
Lýsing   Lauf 2-8 × 0,75-4 sm, lensulaga til egglaga, ydd til odddregin, bogadregin til mjófleyglaga við grunninn, hvass sagtennt, hárlaus til dúnhærð. Blóm 6-9,5 mm í þvermál, rósbleik til skarlatsrauð, sjaldan hvít, mörg saman í flötum, stundum stutt-dúnhærðum og endastæðum hálfsveip, sem er allt að 30 sm í þvermál. Blómskipanirnar eru í efstu lauföxlunum. Blómskipunarleggur hárlaus eða ullhærður. Bikarblöð upprétt við blómgun, seinna skástæð, tígullaga, ydd. Krónublöð styttri en fræflarnir. Hýði hárlaus, nema á saumunum, upprétt eða dálítið skástæð.
     
Heimkynni   Japan, Kína.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, meðalrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sumargræðlingar, skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í þyrpingar, sem stakstæður runni, í fjölæringabeð, ef til vill í raðir, í kanta, sem óklippt limgerði.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1989, kelur nokkuð öll ár og blómstrar mikið. Meðalharðgerður-harðgerður, hægvaxta, má klippa alveg niður árlega.
     
Yrki og undirteg.   Fjölmörg yrki eru í ræktun svo sem 'Macrophylla', 'Crispa', 'Froebelii', 'Goldflame', 'Limemound', 'Little Princess', 'Snowmound' og fleiri.
     
Útbreiðsla  
     
Japanskvistur
Japanskvistur
Japanskvistur
Japanskvistur
Japanskvistur
Japanskvistur
Japanskvistur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is