Málsháttur
Mjór er mikils vísir.
Syringa emodi
Ættkvísl   Syringa
     
Nafn   emodi
     
Höfundur   Wallich ex Royle.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Höfgasýrena
     
Ætt   Smjörviðarætt (Oleaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Föl-lillalitur.
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hæð   -3 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Höfgasýrena
Vaxtarlag   Uppréttur kröftugur runni, greinar mjög uppréttar, sverar, ólívubrúnar, vörtóttar.
     
Lýsing   Lauffellandi, kröftugur, uppréttur runni, allt að 3 m hár. Greinarnar eru áberandi uppréttar, sverar, ólífubrúnar, vörtóttar. Lauf allt að 15 sm löng. Aflöng-oddbaugótt, dökkgræn ofan, fölgrágræn neðan, hárlaus. Blómin í sívölum klösum ,allt að 15 sm löngum endastæðum, föl lillalit, illa lyktandi. Krónan 5 mm, bikar bjöllulaga, lítið flipóttir, fliparnir baksveigðir, fræflar ná út úr blóminu. úr blóminu.
     
Heimkynni   Afghanistan, Himalaja.
     
Jarðvegur   Rakur, lífefnaríkur, meðalfrjór, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Sumargræðlingar, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í þyrpingar, stakstæð, beð.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til fjórar plöntur undir þessu nafni sem sáð var til 1980 og 1981 og gróðursettar í beð 1987, 1988 og 1990. Þrífast vel, hafa kalið lítið sem ekkert hin síðari ár, blómstra árlega. Harðgerður runni sem hefur reynst vel hérlendis.
     
Yrki og undirteg.   'Variegata' með flikrótt blöð.
     
Útbreiðsla  
     
Höfgasýrena
Höfgasýrena
Höfgasýrena
Höfgasýrena
Höfgasýrena
Höfgasýrena
Höfgasýrena
Höfgasýrena
Höfgasýrena
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is