Sigfús Daðason - Vængjasláttur Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.
Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!
Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.
Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.
Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.
|
Ættkvísl |
|
Syringa |
|
|
|
Nafn |
|
josikaea |
|
|
|
Höfundur |
|
Jacq. f. ex Rchb. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Gljásýrena (daunsýrena) |
|
|
|
Ætt |
|
Smjörviðarætt (Oleaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Djúpfjólublár. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júlí. |
|
|
|
Hæð |
|
3-4 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Stinnar, uppréttar, hárlausar greinar. |
|
|
|
Lýsing |
|
Lauffellandi, uppréttur runni allt að 4 m hár. Greinar grófar, vörtóttar. Lauf leðurkennd, allt að 12 sm löng, oddbaugótt, randhærð, glansandi ofan, bláleit neðan æðastrengir dúnhærðir á neðra borði. Blómin í mjóum, uppréttum klösum, allt að 15 sm löngum, dúnhærðum. Blómin mjó, djúpfjólublá, krónan allt að 15 með framréttum flipum. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Ungverjaland, Galisía. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Rakur,vel framræstur, kalkríkur, frjór. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
5 |
|
|
|
Heimildir |
|
1, http://personal.inet.fi |
|
|
|
Fjölgun |
|
Vetrargræðlingar (inni að vori), sumargræðlingar, sáning. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í beð, þyrpingar, stakstæður runni, óklippt limgerði.
Æskilegt er að fjarlægja blómklasa eftir blómgun, runninn snyrtur árlega.
|
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum er til tvær plöntur undir þessu nafni sem sáð var til 1082 og keypt sem planta 2007. Þrífast vel, hafa kalið lítið sem ekkert hin síðari ár, blómstra árlega.
Harðgerður runni.
|
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
'Rosea' blóm bleik.
'Rubra' blóm fjólublá með rauðu ívafi. |
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|