Jónas Hallgrímsson - Úr ljóðinu Dalvísa
Fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
flóatetur! fífusund!
fífilbrekka! smáragrund!
yður hjá ég alla stund
uni best í sæld og þrautum;
fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
Oxycoccus microcarpus
Ættkvísl   Oxycoccus
     
Nafn   microcarpus
     
Höfundur   Turcz. ex Rupr.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Mýrberjalyng
     
Ætt   Lyngætt (Ericaceae).
     
Samheiti   Vaccinium microcarpum (Turcz. ex Rupr.) Schmalh., V. oxycoccus ssp. microcarpum (Turcz. ex Rupr.) Hook.
     
Lífsform   Dvergrunni
     
Kjörlendi   Sírakur mómoldarjarðvegur.
     
Blómlitur   Rauður.
     
Blómgunartími   Júní-júlí.
     
Hæð   10-20 sm langir sprotar.
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Sígrænn, fíngerður, skriðull runni.
     
Lýsing   Dvergvaxinn, sígrænn, skriðull runni. Leggir mjög langir,10-20 sm, lauf 3-8 mm löng, og 1-2,5 mm, breiðust við grunninn. Ársprotar og blómleggir hárlausir eða með mjög strjál hár. Blómleggir oftast stakir. Bikarflipar hárlausir. Blómin 4-deild, blómleggir uppréttir. Krónuflipar um 4 mm langir, rauðir, næstum lauskrýndir, baksveigðir. Frjóþræðir flatir, dálítið hærðir, líka á flötu hliðunum. Frjóhnappar ekki með horn. Ber rauð, 5-6 mm.
     
Heimkynni   Ísland, Norðurhvel
     
Jarðvegur   Sírakur, súr jarðvegur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   h8
     
Heimildir   HK, Lid 2005, 7. utg.
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar  
     
Reynsla   Mjög erfið í ræktun.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   AÐRAR UPPLÝSINGAR: Vex í mómýrum á þúfnakollunum innan um Sphagnum.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is