Úr ljóðinu Barmahlíð eftir Jón Thoroddsen
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Veratrum album
Ættkvísl   Veratrum
     
Nafn   album
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Bjarthnöri
     
Ætt   Liljuætt (Liliaceae).
     
Samheiti   Adonias viridis mistúlkun.
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Ljósgrængulur.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   1,3-2 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Bjarthnöri
Vaxtarlag   Planta allt að 2 m há. Lauf hárlaus ofan, hærð neðan, þau neðri eru oddbaugótt, þau efri fara mjókkandi upp eftir stönglinum.
     
Lýsing   Blóm í greinóttum skúf með uppréttar eða drúpandi greinar. Blómleggir 2-3 mm. Blómhlífarflipar allt að 1,8 sm, hvít til fölgræn innan, lítið eða þétthærð utan, jaðrar bylgjaðir eða óreglulega tenntir. Fræhýði hárlaus eða ögn dúnhærð.
     
Heimkynni   Tempraða belti norðurhvels.
     
Jarðvegur   Frjór, djúpur, meðalrakur, framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1, 2
     
Fjölgun   Sáning, skipting að vori.
     
Notkun/nytjar   Plantan er notuð stakstæð, sem bakgrunnur í fjölæringabeð, í raðir. Þarf ekki uppbindingu.
     
Reynsla   Harðgerð, lítt reynd hérlendis, gildir svartir jarðstönglar sem innihalda eiturefni sem erta slímhúð (þurrkaðir og muldir=hnerriduft).
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Bjarthnöri
Bjarthnöri
Bjarthnöri
Bjarthnöri
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is