Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili
Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.


Larix laricina
Ættkvísl   Larix
     
Nafn   laricina
     
Höfundur   (Du Roi) K. Koch.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Mýralerki
     
Ætt   Þallarætt (Pinaceae)
     
Samheiti   L. americana Michx; L. microcarpa Desf., L. alaskensis W. F. Wight.
     
Lífsform   Lauffellandi barrtré.
     
Kjörlendi   Sól. Þrífst ekki í skugga.
     
Blómlitur   Karlblóm gul, kvenblóm græn, rauðleit eða purpura.
     
Blómgunartími   Vor.
     
Hæð   10-15 m
     
Vaxtarhraði   Meðalhratt.
     
 
Mýralerki
Vaxtarlag   Lauffellandi tré, allt að 18-20 m hátt í heimkynnum sínum, ungt er það mjó-keilulaga. Börkur ungra trjáa silfurgrár, á gömlum trjám brúnn og losnar af í þunnum hreistrum. Krónan keilulaga, greinar láréttar, útstæðar smágreinar drúpandi. Ársprotar grannir, hárlausir, döggvaðir, seinna glansandi rauðleitir eða daufbrúnir. Dverggreinar mjög stuttur, svartar. Brum dökkrauð, dálítið kvoðug.
     
Lýsing   Barrnálar allt að 12-30 saman í knippi, eins og pensill, 20-30 mm langar, ljósgrænar, 0,5 mm breiðar, með greinilegan kjöl á neðra borði og 2 loftaugarendur. Blómin eru einkynja (hvert einstakt blóm er annað hvort karlkyns eða kvenkyns, en bæði kynin er að finna á sömu plöntunni). Vindfrævun. Könglar eru mjög smáir, egglaga, 10-15 mm langir, ungir fjólublá-rauðir, gamlir gulbrúnir og með 15-20 köngulhreistrum, sem eru stundum næstum kringlótt, jaðar hreistranna lítið eitt innsveigður og fín-óreglulega bylgjaðar ofan. Hreisturblöðkur litlar, ná ekki út úr könglinum. Fræ 1,5 mm löng, vængur 5 mm langur.
     
Heimkynni   Norður N Ameríka (Alaska-Kanada).
     
Jarðvegur   Léttur (sendinn), meðalfrjór-magur, helst vel framræstur, rakur eða blautur, sýrustig skiptir ekki máli.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z2 Ekki viðkvæmt fyrir frosti.
     
Heimildir   = 1,2,7, http://www.pfaf
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Í þyrpingar, í beð. Tegundin þolir mjög vel kulda þegar hún er í dvala, en hlýindakaflar að vetrinum geta valdi því að trén fari að vaxa á óheppilegum tíma og þeim hættir þá við skemmdum vegna frosta síðla vors og kaldra næðinga. Gróðursett til timburframleiðslu í Evrópu. Vex venjulega hægt.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til eitt tré sem sáð var til 1988, kelur dálítið flest ár. Nokkur yngri eru í uppeldi svo sem eitt sem sáð var til 1998 og gróðursett var í beð 2004, og eitt sem sáð var til 2003 og annað sem sáð var til 2006, bæði eru enn í sólreit. Á Vöglum í Fnjóskadal standa nokkur tré sem gróðursett voru 1957. Þau hafa vaxið þar betur en annað lerki. Ljúka vexti snemma. Mýralerki er stundum ruglað saman við L. × pendula sem er allt öðruvísi í vextinum og með stærri köngla. Þessi tegund hefur lítið skrautgildi nema á köldum, blautum, illa framræstum stöðum þar sem það þolir við. Sag af viðnum er þekkt fyrir að geta valdið exemi hjá sumum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Mýralerki
Mýralerki
Mýralerki
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is