Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili
Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.


Cornus alba
Ættkvísl   Cornus
     
Nafn   alba
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Mjallarhyrnir
     
Ætt   Skollabersætt (Cornaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Runni
     
Kjörlendi   Sól (hálfskuggi)
     
Blómlitur   Gulhvítur
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hæð   1-2 m (- 3 m)
     
Vaxtarhraði  
     
 
Mjallarhyrnir
Vaxtarlag   Uppréttur runni með rótarskot, allt að 3 m hár og 2,5 m breiður, stofnar jarðlægir til uppréttir og útstæðir, greinar hárlausar. Börkur mjög fallegur, greinarnar verða skær blóðrauðar á veturna og næstum því grænar aftur að vorinu. Greinar sléttar nema korkfrumurnar. Mergur hvítur.
     
Lýsing   Laufin eru gagnstæð, heil, breytileg, 4-8 sm, egglaga-oddbaugótt, með stutta, mjóa odda, dökkgræn ofan, blágræn neðan, æðastrengjapör 5-6. Lauf eru gulgræn fyrst á vorin en verða milligræn til dökkgræn. Blómin lítil í mjóum, flötum kvíslskúfum, 3-5 sm í þvermál, rjómalit/gulhvít. Aldin hvít til ljósblá, um 1 sm í þvermál, þroskast í júlí-ágúst. Fræin lengri en þau eru breið, íflöt til beggja enda. Fjarlægið elstu greinarnar til að hvetja til nývaxtar en nýjar greinar eru með fallegustu litina. Skrautleg að vetri.
     
Heimkynni   Síbería, N-Kína til Kóreu
     
Jarðvegur   Rakur, meðalþurr, frjór. Plantan lifir af jafnvel í illa framræstan jarðvegi. Auðvelt er að flytja plöntuna og koma nýjum til.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   3
     
Heimildir   1, http://www.hort.uconn.edu
     
Fjölgun   Sumargræðlingar, haustsáning, sveiggræðsla að vori.
     
Notkun/nytjar   Í þyrpingar, blönduð beð, á umferðaeyjar.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til þrjár plöntur sem sáð var til 1988 og gróðursettar í beð 1993, 1994 og 1997, einnig eru til tvær plöntur sem sáð var til 1990 og gróðursettar í beð 1993 og 1999 svo og ein planta sem sáð var til 1991 og gróðursett í beð 1994. Meðalharðgerður runni, vex vel en kelur mikið, fallegastur ef klipptur alveg niður árlega.
     
Yrki og undirteg.   Ýmis yrki eru til erlendis og má þar nefna: 'Alleman's Compact' – harðgerður, sjúkdómalaus þéttvaxið dvergform allt að 1,8 m hátt með rauða stofna að vetrinum. 'Argenteo-marginata' (einnig oft undir 'Elegantissima') – Laufin eru mjórri en á aðaltegundinni og jaðrar hvítir. Ekki eins kröftug planta aðaltegundin með rauða stofna að vetrinum. Algeng í gróðrarstöðvum erlendis. 'Bloodgood' – Úrval með mjög fallega, rauða stofna. 'Bud's Yellow'– Oft í plöntulistum er með skærgula stofna, verður allt að 1,8 m hár og verður breiðari, getur verið góður valkostur í staðinn fyrir hinn sjúkdómanæma C. sericea 'Flaviramea'. 'Siberian Pearls' er form sem valið var vegna fjölda, hvítra blóma, fallegra aldina með hvítar/blá ‘ber’, stofnarnir eru rauðir.
     
Útbreiðsla  
     
Mjallarhyrnir
Mjallarhyrnir
Mjallarhyrnir
Mjallarhyrnir
Mjallarhyrnir
Mjallarhyrnir
Mjallarhyrnir
Mjallarhyrnir
Mjallarhyrnir
Mjallarhyrnir
Mjallarhyrnir
Mjallarhyrnir
Mjallarhyrnir
Mjallarhyrnir
Mjallarhyrnir
Mjallarhyrnir
Mjallarhyrnir
Mjallarhyrnir
Mjallarhyrnir
Mjallarhyrnir
Mjallarhyrnir
Mjallarhyrnir
Mjallarhyrnir
Mjallarhyrnir
Mjallarhyrnir
Mjallarhyrnir
Mjallarhyrnir
Mjallarhyrnir
Mjallarhyrnir
Mjallarhyrnir
Mjallarhyrnir
Mjallarhyrnir
Mjallarhyrnir
Mjallarhyrnir
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is