Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.
|
Ættkvísl |
|
Cornus |
|
|
|
Nafn |
|
alba |
|
|
|
Höfundur |
|
L. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Mjallarhyrnir |
|
|
|
Ætt |
|
Skollabersætt (Cornaceae) |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Runni |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól (hálfskuggi) |
|
|
|
Blómlitur |
|
Gulhvítur |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júní-júlí |
|
|
|
Hæð |
|
1-2 m (- 3 m) |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Uppréttur runni með rótarskot, allt að 3 m hár og 2,5 m breiður, stofnar jarðlægir til uppréttir og útstæðir, greinar hárlausar. Börkur mjög fallegur, greinarnar verða skær blóðrauðar á veturna og næstum því grænar aftur að vorinu. Greinar sléttar nema korkfrumurnar. Mergur hvítur. |
|
|
|
Lýsing |
|
Laufin eru gagnstæð, heil, breytileg, 4-8 sm, egglaga-oddbaugótt, með stutta, mjóa odda, dökkgræn ofan, blágræn neðan, æðastrengjapör 5-6. Lauf eru gulgræn fyrst á vorin en verða milligræn til dökkgræn. Blómin lítil í mjóum, flötum kvíslskúfum, 3-5 sm í þvermál, rjómalit/gulhvít. Aldin hvít til ljósblá, um 1 sm í þvermál, þroskast í júlí-ágúst. Fræin lengri en þau eru breið, íflöt til beggja enda.
Fjarlægið elstu greinarnar til að hvetja til nývaxtar en nýjar greinar eru með fallegustu litina. Skrautleg að vetri. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Síbería, N-Kína til Kóreu |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Rakur, meðalþurr, frjór. Plantan lifir af jafnvel í illa framræstan jarðvegi. Auðvelt er að flytja plöntuna og koma nýjum til. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
3 |
|
|
|
Heimildir |
|
1, http://www.hort.uconn.edu |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sumargræðlingar, haustsáning, sveiggræðsla að vori.
|
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í þyrpingar, blönduð beð, á umferðaeyjar. |
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum eru til þrjár plöntur sem sáð var til 1988 og gróðursettar í beð 1993, 1994 og 1997, einnig eru til tvær plöntur sem sáð var til 1990 og gróðursettar í beð 1993 og 1999 svo og ein planta sem sáð var til 1991 og gróðursett í beð 1994.
Meðalharðgerður runni, vex vel en kelur mikið, fallegastur ef klipptur alveg niður árlega. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
Ýmis yrki eru til erlendis og má þar nefna:
'Alleman's Compact' – harðgerður, sjúkdómalaus þéttvaxið dvergform allt að 1,8 m hátt með rauða stofna að vetrinum.
'Argenteo-marginata' (einnig oft undir 'Elegantissima') – Laufin eru mjórri en á aðaltegundinni og jaðrar hvítir. Ekki eins kröftug planta aðaltegundin með rauða stofna að vetrinum. Algeng í gróðrarstöðvum erlendis.
'Bloodgood' – Úrval með mjög fallega, rauða stofna.
'Bud's Yellow'– Oft í plöntulistum er með skærgula stofna, verður allt að 1,8 m hár og verður breiðari, getur verið góður valkostur í staðinn fyrir hinn sjúkdómanæma C. sericea 'Flaviramea'.
'Siberian Pearls' er form sem valið var vegna fjölda, hvítra blóma, fallegra aldina með hvítar/blá ‘ber’, stofnarnir eru rauðir.
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|