Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr
Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns
Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar
Og rætur þeirra
verða alltaf mínar
|
Ættkvísl |
|
Ranunculus |
|
|
|
Nafn |
|
aconitifolius |
|
|
|
Höfundur |
|
L. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Silfursóley |
|
|
|
Ætt |
|
Sóleyjarætt (Ranunculaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær, trefjarætur. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól, (hálfskuggi). |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hvítur / rauðleitir knúbbar. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júní-ágúst. |
|
|
|
Hæð |
|
40-60 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Fjölær jurta, ræturnar trefjarætur. Stönglar greinóttir, allt að 60 sm háir. |
|
|
|
Lýsing |
|
Grunnlauf dökkgræn, handskipt, 3-5 skipt, jaðrar tenntir, stöngullauf legglaus. Blómin fá eða mörg, hvít, allt að 2 sm í þvermál, blómleggir 1-3 x lengri en laufið sem á leggnum var, dúnhærð ofan, bikarblöð rauð til purpura neðan, hárlaus, skammlíf, aldindstæði dúnhærð. Krónublöð 5, egglaga. Hnetur allt að 5 mm, dálítið útflött, trjónan grönn. |
|
|
|
Heimkynni |
|
V & M Evrópa. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Meðalrakur, frjór. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
6 |
|
|
|
Heimildir |
|
1 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Skipting að vori eða hausti, sáning. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í skrautblómabeð. |
|
|
|
Reynsla |
|
Harðgerð jurt, góð til afskurðar. Aðaltegundin er ekki víða í ræktun en fyllta yrkið 'Flore Pleno' hefur verið lengi í ræktun hérlendis og reynst afar vel. Langur blómgunartími en verður dálítið drusluleg eftir blómgun. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
Ranunculus aconitifolius 'Flore Pleno' er með hvít, þéttfyllt blóm. Einnig er til yrkið Ranunculus aconitifolius 'Luteus Plenus' með gul fyllt blóm, en það er mjög sjaldséð. |
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|