Úr ljóðinu Barmahlíð eftir Jón Thoroddsen
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Astragalus penduliflorus
Ættkvísl   Astragalus
     
Nafn   penduliflorus
     
Höfundur   Lam.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Hengihnúta
     
Ætt   Ertublómaætt (Fabaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Skærgulur.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   40-50 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölær jurt, allt að 50 sm há. Stönglar uppréttir, dúnhærðir neðantil.
     
Lýsing   Lauf allt að 10 sm, smálauf allt að 0,5 sm í 7-15 pörum, oddbaugótt til aflöng-lensulaga, lítið eitt hærð bæði ofan og neðan. Blómklasar allt að 4 sm, þéttblóma, blómin allt að 20 talsins, bikar allt að 1 sm, pípulaga, tennur tígul-lensulaga. Krónan gul, fáni allt að 3 sm, snubbóttur, baksveigður, vængir allt að 1 sm, ná fram fyrir kjölinn. Aldin allt að 3 × 1,5 sm, egglaga, hloðflöt ofantil, mjög útflött við grunninn. með þétt svört hár, en verða hárlaus.
     
Heimkynni   Pyrenea-, Alpa-, Karpatafjöll og fleiri fjöll í N Evrópu
     
Jarðvegur   Léttur, sendinn, vel framræstur, djúpur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   í fjölæringabeð.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 1986 og gróðursett í beð 1989, þrífst vel.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is