Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Delphinium elatum
Ættkvísl   Delphinium
     
Nafn   elatum
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fjallaspori
     
Ætt   Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Blár.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   40-200 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Fjallaspori
Vaxtarlag   Breytileg tegund, stönglar 40-200 sm, hærðir neðantil, hárlaus til hærður ofantil.
     
Lýsing   Laufin stór, 9x16 sm, kringlótt til bog-hjartalaga, djúp 5-7 flipótt, efri laufin 3-deild, mikið skert, hlutarnir allt að 7 mm breið. Blóm mörg í þéttum klasa, blá, allt að 2,5 sm löng, bikarblöð egglaga, snubbótt, hárlaus, 15 mm, krónublöð mattpurpura eða gul neðra parið með gul hár. Fræhýði 3, hárlaus.
     
Heimkynni   S & M Evrópa til Síberíu.
     
Jarðvegur   Djúpur, frjór, framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   3
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting að vori eða hausti, græðlingar með hæl að vori.
     
Notkun/nytjar   Í skrautblómabeð, sem stakstæðar plöntur, í raðir. Þarf uppbindingu.
     
Reynsla   Ágætt að skipta á nokkurra ára fresti eins og öðrum sporum. Er talinn einn forfeðra ýmissa kynblendinga riddaraspora. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Fjallaspori
Fjallaspori
Fjallaspori
Fjallaspori
Fjallaspori
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is