Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Lilium formosanum v. pricei
Ćttkvísl   Lilium
     
Nafn   formosanum
     
Höfundur   Wallace.
     
Ssp./var   v. pricei
     
Höfundur undirteg.   Stoker.
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Óskalilja
     
Ćtt   Liljućtt (Liliaceae).
     
Samheiti   Réttara: L. formosanum Wallace
     
Lífsform   Fjölćringur og laukplanta.
     
Kjörlendi   Sólríkur vaxtarstađur (eđa í hálfskugga).
     
Blómlitur   Hvítur innan, utan hvítur međ purpura slikju.
     
Blómgunartími   September-október.
     
Hćđ   30-40 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Vaxtarlag   Uppréttir, laufóttir stönglar.
     
Lýsing   Stönglar eru 30-150(-200) sm háir, purpuralitir viđ grunninn, 1-3 stönglar koma upp af hverjum lauk. Stönglar eru međ stöngulrćtur. Laukar eru 3×4 sm, skriđulir, hvítir međ purpuraslikju, hreistur aflöng-egglaga, ydd. Lauf 7,5-20×1 sm, stakstćđ, dökkgrćn, aflöng, lensulaga, útstćđ, jađrar aftursveigđir, 3-7 tauga, taugarnar eru áberandi á neđra borđi, stakstćđ en mörg saman neđst á stönglinum. Blóm 1-2, stundum allt ađ 10 í sveip, ilmandi, trektlaga lárétt. Blómleggir 5-15 sm upprétt. Blómhlífarblöđ 12-20×2,5-6 sm hvít innan, utan hvít međ purpura slikju, oddar baksveigđir, hunangsgróp grćn. Frjóhnappar gulir til purpura, frjó brún til gul. Blóm 7-9×2 sm, frć 0.5 sm Oft rćktuđ sem tvíćringur. v. pricei Stocker er fjallaform úr 3000 m hćđ. Stönglarnir eru ađeins 30-40(-60) sm háir međ 1-2 löng blóm sem eru litsterkari en hjá ađaltegundinni. Heppileg í steinhćđir.
     
Heimkynni   Taivan.
     
Jarđvegur   Frjór, vel rćstur, fremur súr.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1, Jelitto, L and Wilhelm Schacht 1990 Hardy Herbaceous Perennials. I &II. – third ed. London.
     
Fjölgun   Auđrćktuđ upp af frći og ekki er víst ađ hún lifi veturinn af hér nema í gróđurhúsi.
     
Notkun/nytjar   Í trjáa- og runnabeđ, fjölćringabeđ. Vex frá sjávarmáli upp í 3000 m hćđ í eldfjallajarđvegi og á grasengjum.
     
Reynsla   Er ekki í Lystigarđinum. Lítt reynd en lofar góđu í Grasagarđi Reykjavíkur (HS).
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is