Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili
Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.


Rhodiola stephanii
Ættkvísl   Rhodiola
     
Nafn   stephanii
     
Höfundur   (Cham.) Trautv. & Mey.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Tindasvæfla
     
Ætt   Hnoðraætt (Crassulaceae).
     
Samheiti   Rhodiola crassipes, Sedum stephanii
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Rjómalitur.
     
Blómgunartími   Júní-júlí.
     
Hæð   20-30 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölær jurt, allt að 25 sm há, jarðstönglar greinóttir, ofanjarðar hlutar með hreistur, engin grunnlauf, hreisturgrunnlauf 3-5 x 3-4 mm, egglaga til aflöng.
     
Lýsing   Blómstönglar 10-25 sm. Laufin stakstæð, 2,5-4 x 6-12 mm, stækka eftir því sem ofar dregur á stönglinum, strjál, legglaus, breið-öfuglensulaga til dálítið mjórri, snubbótt eða hvassyd, hárlaus, skær og fremur gulgræn, jaðar djúptenntur. Blómskipunin í þéttum, 30-60 blóma skúf. blómin allt að 9 mm í þvermál. Bikarblöð 4, stöku sinnum 5, allt að 5,5 mm, flipar þríhyrndir, kjötkenndir, rjómalitir, bogadregin í oddinn, rauðmenguð. Krónublöð 4, stöku sinnum 5, 5-6,5 x 1,5-2 mm, aflöng-egglaga eða fremur lensulaga, föl rjómahvít, snubbótt. Fræflar 8, jafn langir og krónublöðin. Frjóhnappar djúp brúnrauð. Frævur fölgrænar, minni í karlblómum.
     
Heimkynni   Síbería, A Asía, N Kína.
     
Jarðvegur   Þurr, framræstur, fremur ó frjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting, sáning, græðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í hleðslur, í kanta, í steinhæðir.
     
Reynsla   Afar harðgerð tegund, er undir Rhodiola crassipes í bók HS.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is