Páll Ólafsson, Ljóðið Vetrarkveðja
Margt er gott að muna þér
þó mér þú fyndist langur.
Farðu vel, þú færðir mér
fögnuð bæði og angur.

Þó að nísti frostið fast
og fölni grænir hagar
eftir þetta kuldakast
koma betri dagar.
Scilla litardieri
Ættkvísl   Scilla
     
Nafn   litardieri
     
Höfundur   Breistr.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Engjastjörnulilja
     
Ætt   Liljuætt (Liliaceae).
     
Samheiti   S. pratensis Waldst. & Kit.; S. ametystina Visiani
     
Lífsform   Laukur, fjölær
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Bleikleitur eða fjólublár.
     
Blómgunartími   Júní.
     
Hæð   20-30 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Engjastjörnulilja
Vaxtarlag   Laukur 1,5 sm í þvermál, egglaga, laukhýði brúnt. Lauf 3-6 að tölu, 25-30 sm × 4-8 mm bandlaga, koma um leið og blómið.
     
Lýsing   Blómstönglar venjulega stakir, stöku sinnum 2-3 saman, 10-25 sm. Blóm 15-35 að tölu í mjóum, keilulaga 5-15 sm löngum klasa. Stoðblöð um 1 sm, egglaga. Blómleggir 8-12 mm fölfjólubláir. Blómhlífarblöð 4-6 mm, egglaga, bleikleit eða bláfjólublá. Fræflar 3-5 mm, frjóþræðir fölbláir, frjóhnappar djúpfjólubláir. Eggleg með 3 eða 4 eggbú í hverju hólfi. Hýði um 4 mm í þvermál. Fræ brún eða svört allt að 3 × 1-2 mm.
     
Heimkynni   Júgóslavía.
     
Jarðvegur   Léttur, frjór moldarjarðvegur, meðalrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1, 2
     
Fjölgun   Hliðalaukar, sáning, laukar lagðir í september á 8-10 sm dýpi.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, sem undirgróður, í blómaengi, í grasflatir.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem sáð var til 1990 og gróðursett í beð 1992, ein sem sáð var til 1999 og gróðursett í beð 2005 og ein sem kom sem laukur 2000, allar þrífsast vel en eru nokkuð seinar til. Engjastjörnuliljan hefur einnig reynst vel í Gasagarði Reykjavíkur. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Engjastjörnulilja
Engjastjörnulilja
Engjastjörnulilja
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is