Jón Thoroddsen - Barmahlíð
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.
Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?
Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali! |
|
Ættkvísl |
|
Symphytum |
|
|
|
Nafn |
|
caucasicum |
|
|
|
Höfundur |
|
Bieb. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Fjallavalurt |
|
|
|
Ætt |
|
Munablómaætt (Boraginaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól, hálfskuggi. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Skærblár. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júní-júlí. |
|
|
|
Hæð |
|
40-60 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Uppréttur fjölæringur, stinnir, marggreinóttir stönglar, 40-60 sm, vaxa upp af útbreiddum, greinóttum jarðstönglum. |
|
|
|
Lýsing |
|
Stönglar og lauf með fíngerð dúnhár. Grunnlauf í blaðhvirfingum, aflöng til egglaga, mjókka niður í vængjaða leggi og eru að mestu fallin þegar plantan blómgast. Neðri stöngullauf þverstýfð eða bogadregin við grunninn, um það bil 20 x 4-6 sm. Efri lauf egglensulaga, mjókka að grunni og eru nokkuð legghlaupin, um 15 x 0,6 sm.
Blóm í pöruðum kvíslskúfum. Bikar 4-6 sm, bikarflipar ¼-1/3 af lengd bikarsins. Flipar uppréttir, breiðlandlaga, snubbóttir, stækka við fræþroskann. Króna 1,3-1,7 sm, blá, trektlaga með mjóar þríhyrndar tennur. Fræflar með frjóhnappa jafnlanga og frjóþræðirnir, ginleppar bandlaga, snubbóttir, jafnlangir og fræflarnir. Fræ(hnetur) gulhvítar, ögn hnúskóttar.
|
|
|
|
Heimkynni |
|
Kákasus. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Djúpur, Frjór, rakur-meðalrakur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
5 |
|
|
|
Heimildir |
|
1,2 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Skipting að vori eða hausti sáning að vori, rótargræðlingar. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Fjölær beð, í skógarbotn, undir tré og runna. |
|
|
|
Reynsla |
|
Harðgerð planta. Í E3 frá 1980. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
Nokkur yrki eru í ræktun erlendis. |
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|