Jón Thoroddsen - Barmahlíð

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Tulipa humilis
Ættkvísl   Tulipa
     
Nafn   humilis
     
Höfundur   Herb.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fjólutúlípani
     
Ætt   Liljuætt (Liliaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Laukur.
     
Kjörlendi   Sól og skjól.
     
Blómlitur   Fölbleikur með gula miðju.
     
Blómgunartími   Apríl-maí.
     
Hæð   20 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Fjólutúlípani
Vaxtarlag   Mjög breytileg tegund. Laukar 1-2 sm í þvermál, egglaga, laukhýði brúnt með gula eða rauða slikju, ögn hært á innra borði við grunn og efst.
     
Lýsing   Blómstönglar 20 sm háir, 1-3. Lauf 10-15 x 1 sm, 2-5 talsins, rennulaga, dálítið bláleit. Blómin stök eða allt að 3, bollalaga, mynda 'stjörnu' þegar þau springa út, fölbleik, gul í miðjunni. Blómhlífarblöð 2-5 x 1-2 sm, hvassydd, innri blómhlífarblöð lengri en þau ytri. Frjóþræðir hærðir, gulir eða purpura. Frjóhnappar gulir, frjókorn gul, blá eða græn.
     
Heimkynni   SA Tyrkland, N & V Íran, N Írak, Azerbaidjan.
     
Jarðvegur   Hlýr, léttur, frjór, sendinn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   7
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Hliðarlaukar, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í kanta, í steinhæðir, í skrautblómabeð.
     
Reynsla   Þrífst með ágætum í Grasagarði Reykjavíkur, er ekki í Lystigarðinum.
     
Yrki og undirteg.   'Violacea' er með djúpfjólublá blóm með gula miðju.
     
Útbreiðsla  
     
Fjólutúlípani
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is