Páll Ólafsson, Ljóðið Vetrarkveðja Margt er gott að muna þér
þó mér þú fyndist langur.
Farðu vel, þú færðir mér
fögnuð bæði og angur.
Þó að nísti frostið fast
og fölni grænir hagar
eftir þetta kuldakast
koma betri dagar.
|
Ættkvísl |
|
Aronia |
|
|
|
Nafn |
|
arbutifolia |
|
|
|
Höfundur |
|
(L.) Pers. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Blossalauf (Rauðapall) |
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae) |
|
|
|
Samheiti |
|
Photinia pyrifolia |
|
|
|
Lífsform |
|
Runni |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól eða því sem næst full sól |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hvítur |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júní-júlí |
|
|
|
Hæð |
|
- 2 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Uppréttur runni, allt að 2 m á hæð. Með rótarskot, myndar þykkni. Ungar greinar dúnhærðar. |
|
|
|
Lýsing |
|
Lauf allt að 8 sm löng, oddbaugótt til aflöng-öfugegglaga, ydd til odddregin, mattgræn, verða skarlatsrauð að haustinu, hárlaus ofan nema á kirtilhærðum miðstrengnum, þétt grá-lóhærð neðan. Blómin hvít eða bleik, 1 sm breið, 9-20 í litlum, þéttum, grá-lóhærðum hálfsveip. Bikartennur með kirtil. Aldin hálfhnöttótt, 6,5 mm breið, skærrauð, þroskast seint og hanga á runnanum fram á vetur.
|
|
|
|
Heimkynni |
|
A N-Ameríka. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Meðalfrjór, mómoldarblandaður, rakur jarðvegur, meðalvökvun, vökvið reglulega og ekki of mikið. Þolir þurrka. Ekki grunnur kalkjarðvegur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
Með mótstöðu gegn hunangssvepp. |
|
|
|
Harka |
|
Z4 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1, http://davesgarden.com, http://www.pfaf.org |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning, sumargræðlingar, ágræðsla. Sumargræðlinga er best að taka í júlí.
Sveiggræðsla kemur einnig til greina.
|
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Skrautrunnabeð, stakstæð. Fallegir haustlitir. |
|
|
|
Reynsla |
|
Ekki komin reynsla á hann enn sem komið er. Þolir loftmengun og allt að – 25°C frost. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|