Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Crataegus × almaatensis
Ćttkvísl   Crataegus
     
Nafn   × almaatensis
     
Höfundur   Pojark
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Laufţyrnir
     
Ćtt   Rósaćtt (Rosaceae)
     
Samheiti   C. dshungarica Zab.
     
Lífsform   Lauffellandi, lítiđ tré
     
Kjörlendi   Sól (til hálfskuggi)
     
Blómlitur   Hvítur
     
Blómgunartími   Júlí
     
Hćđ   3-4 m
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Vaxtarlag   Krónan lág, stundum runnkennt tré. Börkur gamalla greina og stofna dökkbrúnn eđa brúngrár. Blómskipunargreinar hárlausar. Engir ţyrnar eđa ađeins fáeinir, sterklegir, glansandi, 1-2 sm langir. Laufţyrnirinn frýs gjarnan grćnn og fćr ţví ekki neina áberandi haustliti.
     
Lýsing   Laufin heil, stakstćđ, fjađurstrengjótt, egglaga eđa oddbaugótt-egglaga, breiđ-tígullaga á langsprotum, odddregin og međ fleyglaga grunn, grunn 5-(7) flipótt eđa međ flipakenndar tennur, hasstennt tennur vita upp á viđ, óreglulega tennt, stundum hvassydd, á stuttgreinum eru laufin 4-6 × 3-4 sm, allt ađ 8 × 6,5 sm á langsprotum. Ung lauf međ strjála hćringu, verđa hárlaus međ aldrinum, dökkgrćn ofan, ljósari á neđra borđi. Laufleggir 1-3 sm langir. Axlablöđ stór, einkum á langsprotum, breiđtígullaga, kambtennt, hanga lengi á greinunum. Blómskipunin strjálblóma, hálfsveipur međ mörg blóm, hárlaus, 5-7 (allt ađ 9) sm í ţvermál, blómin 1,3-1,8 sm í ţvermál, međ hvít krónublöđ, bikarblöđin ţríhyrnd, hvassydd, baksveigđ ţegar aldiniđ er ţroskađ, frćflar 20 međ gulhvíta frjóhnappa, stílar 3-5. Aldinin nćstum kúlulaga, um 13 mm í ţvermál, lilla-svört, glansandi, lítiđ eitt doppótt međ safaríkt aldinkjöt.
     
Heimkynni   A Síbería og N Kína
     
Jarđvegur   Rakur til blautur, leirkenndur, sendinn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   z3
     
Heimildir   http://ru.wikipedia.org, http://en.hortipedia.com
     
Fjölgun   Haustsáning.
     
Notkun/nytjar   Stakstćđ tré, í ţyrpingar, í rađir, í stór runnabeđ.
     
Reynsla   Í Lystigarđinum er ţessi tegund ekki til, en hefur vaxiđ í Grasagarđi Reykjavíkur í rúmlega 30 ár og reynst ţar harđgerđ.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla   Ath. betur - nafn ekki í helstu heimildum! Crataegus almaatensis Pojark er í rússnesku flórunni og Crataegus × almaatensis Pojark í nokkrum rússneskum frćlistum. Síđarnefnda nafniđ er samţykkt.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is