Halldór Laxness

"Blóm eru ódauðleg... þú klippir þau í haust og þau vaxa aftur í vor, - einhversstaðar."

Lonicera trichosantha
Ættkvísl   Lonicera
     
Nafn   trichosantha
     
Höfundur   Bur. & Franch.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Hrístoppur
     
Ætt   Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól-hálfskuggi.
     
Blómlitur   Gulur eða hvítur, verður gulur með aldrinum.
     
Blómgunartími   Sumar.
     
Hæð   1,5-3 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Lauffellandi, uppréttur, útbreiddur runni, allt að 1,5 m hár. Smágreinar grannar, næstum hárlaus.
     
Lýsing   Laufin 2,5-4 sm, breið-egglaga, snubbótt, broddydd. Bogadregin til hálfhjartalaga við grunninn, mjúkhærð, einkum á æðastrengjum á neðra borði. Blómin tvö og tvö saman í blaðöxlunum. Blómleggir 0,3-1 sm, bikar bjöllulaga, þverstýfður eða ógreinilega flipóttir. Króna 1,8-2 sm, með tvær varir, dúnhærð utan, gul eða hvít, verður gul, krónupípan stutt, hliðskökk við grunninn. Stíll mjúkhærður. Berin skærrauð, fræ 2-4 mm, gulbrún.
     
Heimkynni   Tíbet, V Kína.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, meðalrakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Sáning, græðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í beð, í þyrpingar, í kanta.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 1992 og gróðursett í beð 2000 og tvær plöntur sem sáð var til 1994 og gróðursettar í beð 2004 og 2009. þrífast sæmilega, kala nokkuð.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is