Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Salix hastata
Ćttkvísl   Salix
     
Nafn   hastata
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Sólvíđir
     
Ćtt   Víđićtt (Salicaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími   Maí.
     
Hćđ   -1, 5 m
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Sólvíđir
Vaxtarlag   Uppréttur, ţéttur runni, allt ađ 1,5 m hár. Árssprotar verđa hárlausir og stundum rauđir eđa purpuragrćnir á öđru ári.
     
Lýsing   Lauf breytileg, 2-8 sm löng, oddbaugótt-öfuugegglaga eđa lensulaga, hjartalaga eđa bogadregin viđ grunninn, verđa hárlaus, matt grćn á efra borđi, blágrćn á neđra borđi, netćđótt, miđtaug gul-grćn, heilrend eđa til smásagtennt. Blađstilkur allt ađ 1 sm löng. Axlablöđ stór, skakk-egglega, sagtennt. Reklar ţéttir, um 6 sm langir á laufóttum sprotum, stođblöđ ullhćrđ.&
     
Heimkynni   M Evrópa til NA Asía, Kashmír.
     
Jarđvegur   Frjór, rakur, vel framrćstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1, https://www.burncoose.co.uk/site/plants.cfm?pl-id=3841
     
Fjölgun   Sumar- og vetrargrćđlingar, frći er sáđ um leiđ og ţau eru fullţroskuđ.
     
Notkun/nytjar   Í ţyrpingar, í beđ, í breiđur. Ţolir allt ađ -20°C.
     
Reynsla   Í Lystigarđinum er til ein planta frá 1978. Hefur reynst vel í garđinum og kelur ekki mikiđ (K: 0-0,5)
     
Yrki og undirteg.   Salix hastata 'Wehrhahnii' er međ sumargrćn, oddbaugótt, heilrend til fíntennt lauf allt ađ 6 sm löng. Runninn er dvergrunni, verđur venjulega í mesta lagi 30-60 sm hár, til eru undantekningar. Hćgvaxta, uppréttur međ dökk, purpurabrúna sprota. Silfurgráir karlreklar allt ađ 7 sm langir, koma á undan laufinu.
     
Útbreiđsla  
     
Sólvíđir
Sólvíđir
Sólvíđir
Sólvíđir
Sólvíđir
Sólvíđir
Sólvíđir
Sólvíđir
Sólvíđir
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is