Sigfús Dađason - Vćngjasláttur
Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.

Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!

Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.

Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.

Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.Sorbus tianshanica
Ćttkvísl   Sorbus
     
Nafn   tianshanica
     
Höfundur   Rupr.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Hirđingjareynir
     
Ćtt   Rósaćtt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni - lítiđ tré.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur til bleikleitur.
     
Blómgunartími   Júní.
     
Hćđ   3 - 5 m
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Hirđingjareynir
Vaxtarlag   Lauffellandi runni eđa lítiđ tré, allt ađ 10 m hátt. Ársprotar mjög mikiđ glansandi, appelsínubrúnir. Brum keilulaga, dúnhćrđ, allt ađ 10 mm, međ hvít hár, einkum í oddinn og á jöđrum brumhlífarblađanna.
     
Lýsing   Lauf stakfjöđruđ, 13-15 sm međ 5-7 pör af smálaufum. Smálauf allt ađ 30-40(-60) x 8-10 mm, mjólensulaga, langydd, tennt í efri 1/2 til efri 2/3 laufsins, milligrćn, glansandi ofan, ekki nöbbótt neđan. Blómskipunin er strjálblóma klasa međ álútum blómum. Blómin 15-20 mm breiđ, drúpandi, hvít eđa stöku sinnum bleikleit. Aldin rauđ, allt ađ um 9 x 8,5 mm. Bikarblöđ kjötkennd ađ mestu. Stílar festir međ millibili. Frćvur 5, hálfundirsćtnar, en lausar frá hver annari nćstum ađ grunni, oddarnir mynda útvöxt inni í bikarnum, međ hvít hár. Aldin 8 mm, hnöttótt, skarlatsrauđ. Frćin rauđbrún, um 5 x 2 mm. Tegund sem fjölgar sér međ kynćxlun. (2n=24).
     
Heimkynni   SV Asía, Afghanistan, V Pakistan, Rússland, Kína (Gansu, Qinghai, Xinjiang). Vex í fjalladölum, oft međfram ám og í skógarjöđrum í 2000-3200 m hćđ.
     
Jarđvegur   djúpur, frjór, framrćstur
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   1, 15, www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=200011720
     
Fjölgun   Sáning, sumargrćđlingar.
     
Notkun/nytjar   Í ţyrpingar, í trjá- og runnabeđ, í kanta.
     
Reynsla   LA 901563 í B6-J01, gróđursett 1990 frá Nordisk Genbank 1990, kvćmi sem á ađ vera mjög norđlćgt. Afar falleg tegund og harđger og á skiliđ meiri útbreiđslu. Hefur aldrei kaliđ neitt frá byrjun. K=0 yfir 10 ára tímabil. Fer snemma af stađ og varđ ađeins brúnn í vorhreti 2003 en ţađ virtist ekkert há honum.
     
Yrki og undirteg.   v. tianschanica: Blöđkur smálaufa 5-7 sm, jađrar oftast hvass-sagtenntir, heilrend ađeins viđ grunninn. v. integrifoliolata T.T.Yu: Blöđkur smálaufa 2,5-5 sm, heilrendar eđa međ 2-5 tennur á hvorri hliđ.
     
Útbreiđsla   'Red Cascade' er getiđ í RHS en ţađ yrki er ekki í rćktun í garđinum (međ appelsínugul ber).
     
Hirđingjareynir
Hirđingjareynir
Hirđingjareynir
Hirđingjareynir
Hirđingjareynir
Hirđingjareynir
Hirđingjareynir
Hirđingjareynir
Hirđingjareynir
Hirđingjareynir
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is