Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.
Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.
Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.
Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.
|
Ættkvísl |
|
Ledum |
|
|
|
Nafn |
|
palustre |
|
|
|
Höfundur |
|
L. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Mýraflóki |
|
|
|
Ætt |
|
Lyngætt (Ericaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Sígrænn runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól eða hálfskuggi. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hvítur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Síðla vors. |
|
|
|
Hæð |
|
0,3-1,2 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Uppréttur eða útafliggjandi sígrænn runni. |
|
|
|
Lýsing |
|
Uppréttur eða útafliggjandi-uppsveigður, sígrænn runni, 30-120 sm hár. Ungir sprotar með ryðbrúna ullhæringu. Lauf 12-50 × 1,5-12 mm, bandlaga til oddbaugótt-aflöng, mjög innundin, dökk eða mattgræn ofan, ryðbrún hæring á neðra borði. Blómin mörg, í þéttum endastæðum klösum, blómleggir 5-25 mm, með kirtla, oft með ryðbrúna hæringu á meðan þau eru ung. Bikar tenntur krónublöð 4-8 mm, hvít, öfugegglaga, útstæð, eggleg kirtil-vörtótt, fræflar 7-10, aldin um 5 mm, egglaga. |
|
|
|
Heimkynni |
|
N og M Evrópa, N USA. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Rakur mómoldarjarðvegur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
2 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1,
http://www.backyardgardener.com |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning, síðsumargræðlingar með undirhita, sveiggræðsla. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í beð með raka, súra mold. |
|
|
|
Reynsla |
|
Plöntunum var sáð 1991 og allar gróðursettar í beð 2001. Yfirleitt ekkert eða lítið kal gegnum árin, blóm af og til. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
AÐRAR UPPLÝSINGAR:
Vex helst í rökum mómoldarjarðvegi og í Sphagnum mýrum. |
|
|
|
|
|