Málsháttur
Oft vex laukur af litlu.
Lilium davidii v. wilmottiae
Ættkvísl   Lilium
     
Nafn   davidii
     
Höfundur   Elwes.
     
Ssp./var   v. wilmottiae
     
Höfundur undirteg.   (Wilson) Raffill.
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Davíðslilja
     
Ætt   Liljuætt (Liliaceae).
     
Samheiti   Lilium willmottiae
     
Lífsform   Fjölæringur og laukplanta.
     
Kjörlendi   Sólríkur vaxtarstaður eða í hálfskugga.
     
Blómlitur   Appelsínulitur til rauður, doppur kastaníubrúnar.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   Allt að 2 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Davíðslilja
Vaxtarlag   Uppréttir, laufóttir stönglar.
     
Lýsing   Glæsilegt skriðult afbrigði. Stönglar eru grannir, allt að 2 m háir, bogsveigðir, svigna oft undan þyngd blómanna. Laukar skriðulir. Lauf stakstæð, löng og mjó, lauf sem eru þykk og allt að 12 sm löng og 6 mm breið, hárlaus. Laufin allt að 6 mm breið, standa þéttast um miðjan stöngul. Blómskipunin stór á löngum grönnum leggjum sem bera allt að 40 stór, appelsínulit til rauð, álút blóm, sem eru með kastaníubrúnar doppur og aftursveigð blómhlífarblöð með rauðum rákum. Fræflar eru útstæðir og brún-appelsínulitir.
     
Heimkynni   V Kína.
     
Jarðvegur   Lífefnaríkur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1, http://www.crug-farm.co.uk http://www.pacificbulbsociety.org. Walters, S.M. & al. The European Garden Flora, I, Cambridge Univ. Press 1986.
     
Fjölgun   Kemur fljótt upp að fræi og er mjög auðveld í ræktun.
     
Notkun/nytjar   Auðræktuð í lífefnaríkum jarðvegi á sólríkum vaxtarstað eða í hálfskugga. Bindið bambus við stöngulinn til stuðnings.
     
Reynsla   Var sáð í Lystigarðinum 1992 og flutt út í beð 1994, sein til, ber blóm í ágúst-september. Mjög falleg.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   AÐRAR UPPLÝSINGAR: Hefur verið notuð nokkuð í kynblöndun og er foreldri af Preston og Fiesta blendingum í Kanada. (Origon Bulb Farm).
     
Davíðslilja
Davíðslilja
Davíðslilja
Davíðslilja
Davíðslilja
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is