Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Lonicera caerulea v. altaica
Ættkvísl   Lonicera
     
Nafn   caerulea
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var   v. altaica
     
Höfundur undirteg.   (Pall) Sweet
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Blátoppur / Bergtoppur
     
Ætt   Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól-hálfskuggi.
     
Blómlitur   Gulhvítur.
     
Blómgunartími   Maí-júní.
     
Hæð   -1.5 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Smágreinar stinnhærðar.
     
Lýsing   Lauf allt að 7 sm, dúnhærð bæði ofan og neðan. Krónan dúnhærð á ytra borði, fræflar ná ekki út úr krónupípunni.
     
Heimkynni   NA Evrópa, Pyreneafjöll til Búlgaríu og SV Tékkóslóvakía.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, meðalrakur.
     
Sjúkdómar   Stöku sinnum lús og maðkur.
     
Harka   2
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Vetrar og sumargræðlingar, sáning (fjarl. fræ úr berinu).
     
Notkun/nytjar   Klippt og óklippt limgerði, í þyrpingar, blönduð beð, stakstæð klippt.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein mjög gömul planta undir þessu nafni, tvær sem sáð var til 1980, gróðursettar í beð 1985 og ein sem sáð var til 1982, gróðursett í beð 1987. Allar þrífast mjög vel, ekkert kal. ------ Mjög harðgerður runni, falleg blásvört ber. Mikið notaður í klippt limgerði víða um land.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is