Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Narcissus 'Split Corona'
Ćttkvísl   Narcissus
     
Nafn  
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Split Corona'
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Skírdagslilja
     
Ćtt   Páskaliljućtt (Amaryllidaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Laukur, fjölćr.
     
Kjörlendi   Sól - hálfskuggi.
     
Blómlitur   Gulur, appelsínugulur, hvítur.
     
Blómgunartími   Maí-júní.
     
Hćđ   30-45 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Skírdagslilja
Vaxtarlag   Blómhlífin er í rauninni ekki frábrugđin páskaliljum međ trekt eđa stóran bolla, en bollinn er klofinn ţannig ađ hlutarnir liggja upp ađ innri blómhlífinni. Ţegar öllu er á botninn hvolft minna ţćr dálítiđ á fiđrildi. Ţessum hópi er skipt í kraga páskalilju (Collar Daffodils) en hjá ţeim eru krónuhlutarnir gagnstćđir blómhlífarhlutunum og eru oftast í tveim eđa ţremur hvirfingum og fiđrilda páskaliljur (Papillion Daffodils) en hjá ţeim er krónuhlutum og hlutar innri blómhlífarinnar rađađ til skiptis, oftast í einni hvirfingu međ sex hluta, bollinn flatur og opnari.
     
Lýsing   Ţessi yrki eru ađeins međ eitt blóm á stöngli, litur er ýmist gulur, appelsínugulur eđa hvítur.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarđvegur   Léttur, lífefnaríkur, frjór, vel framrćstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   https://www.jardins-sans-secret.com/detail/2708/Split-Corona-Narcissus-Group.html
     
Fjölgun   Hliđarlaukar.
     
Notkun/nytjar   Í fjölćringabeđ, í steinhćđir, í ker, framan viđ runna eđa í stórum breiđum undir trjám. Auđrćktuđ í međalrökum, vel framrćstum jarđvegi í sól eđa hálfskugga.
     
Reynsla   Í Lystigarđinum er til ein planta frá 2003, sem ţrífst vel.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Skírdagslilja
Skírdagslilja
Skírdagslilja
Skírdagslilja
Skírdagslilja
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is