Halldór Kiljan Laxness , Bráðum kemur betri tíð.
Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga,
sæta langa sumardaga.

Salix bebbiana
Ættkvísl   Salix
     
Nafn   bebbiana
     
Höfundur   Sarg.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Bitvíðir
     
Ætt   Víðiætt (Salicaceae).
     
Samheiti   S. rostrata. non Thuill. S. livida rostrata. (Richards.)Dipp. S. depressa rostrata. (Richards.)Hiito
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími   Apríl-maí.
     
Hæð   2-5(-7) m
     
Vaxtarhraði   Hraðvaxta.
     
 
Vaxtarlag   Lauffellandi runni, allt að 7 m hár í heimkynnum sínum. Greinar gleiðar, stundum ± brothættar við grunninn, gulbrúnar til rauðbrúnar, ekki eða mjög daufbláleitar, langhærðar eða verða hárlausar, viður sem hefur flagnað er langrákóttur, allt að 25 mm. Ársprotar gulgrænir eða rauðbrúnir, í meðallagi þétthullhærðir til mjög þéttullhærð eða verða hárlausir með aldrinum.
     
Lýsing   Axlablöð mjög smá eða engin við fyrstu laufin, hvassydd, odddregin eða bogadregin. Laufleggur hvelfdur til flatur á efra borði, 2-5,5-13 mm, dúnhærð á efra borði, stærstu laufblöðkurnar mjó-aflangar, mjó-oddbaugóttar, oddbaugóttar, öfuglensulaga eða öfugegglaga, 20-44-87 x 10-16-45 mm, grunnur fleyglaga eða bogadreginn, jaðrar flatir, heilir, bogtenntir eða óreglulega sagtenntir, kirtlar neðan á jöðrunum, oddur hvass, langyddur eða bogadreginn. Neðra borð bláleitt, meðalþéttdúnhært eða lang-silkihært eða verður hárlaust með aldrinum, hárin hvít eða grá, bylgjuð, með fínlegt, djúplægt æðanet á efra borði, mött til ögn glansandi, í meðallagi þéttdúnhærð, örlítið stutt-silkihærð eða verða hárlaus með aldrinum hárin hvít eða grá. Jaðrar grunnlaufa heilir með kirtildoppur. Ung lauf gulgræn eða rauðleit, langhærð eða lítið eitt til í meðallagi þétt-lóhærð eða langsilkihærð á neðra borði, hárin hvít. Karlreklar koma rétt á undan laufinu, kvenreklar á sama tíma og laufin. Karlreklar kröftugir til kúlulaga, 10-42 x 7-16 mm. Blómskipunarleggir 0,5-11 mm langir. Kvenreklar strjálblóma, kröftugir, grannir eða hálfkúlulaga, 16,5-85 x 9-32 mm, blómskipunarleggir 1-26 mm, stoðblöð blóma gulbrún, 1,2-3,2 mm, oddur bogadreginn, neðra borð hært eða verður hárlaust með aldrinum, hárin bein eða bylgjuð. Hunangskirtill karlblóma aflangur eða egglaga, 0,3-0,8 mm, frjóþræðir ekki samvaxnir eða samvaxnir næstum hálfa lengdina, hárlausir eða hærðir á neðsta 1/2 hlutanum. Fræflar gulir eða purpuralitir en verða gulir, oddvala eða stutt-sívalir, 0,5-0,8 mm langir. Hunangskirtill kvenblóma aflangur eða ferkantaður, 0,3-0,8 mm, eggleg öfugkylfulaga, trjóna ögn útblásin neðan við stílinn (stíllinn með langa trjónu), eggbú 6-16 í hverju egglegi. Stíll 0,1-0,4 mm, fræni mjó- eða breið-sívalar. Fræhýði 5-9 mm löng.Ɛ
     
Heimkynni   Nýfundnaland til Alaska, suður til Kaliforníu.
     
Jarðvegur   Rakur, frjór jarðvegur meðfram lækjum, vötnum og flóum.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   3-7
     
Heimildir   = www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=1&taxon-id=242445657, www.pfaf.org/user/plant.aspx?LatinName=Salix+bebbiana,
     
Fjölgun   Sumar- og vetrargræðlingar. Fræi sáð um leið og það er þroskað.
     
Notkun/nytjar   Í þyrpingar, sem stakstæður runni, í beð.
     
Reynsla   Nokkur eintök til úr Alaskasöfnun 1985. Yfirleitt nokkuð miskalin (K:0-3.5). Í Lystigarðinum er til ein planta frá 1980 undir samnefninu S. xerophila Flod., kelur lítið eða ekkert. Miðað við útbeiðslusvæði ætti að vera leikur einn að finna staðbrigði sem hentaði hérlendis.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is