Halldór Kiljan Laxness , Bráðum kemur betri tíð. Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga,
sæta langa sumardaga.
|
Ættkvísl |
|
Salix |
|
|
|
Nafn |
|
bebbiana |
|
|
|
Höfundur |
|
Sarg. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Bitvíðir |
|
|
|
Ætt |
|
Víðiætt (Salicaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
S. rostrata. non Thuill. S. livida rostrata. (Richards.)Dipp. S. depressa rostrata. (Richards.)Hiito |
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
|
|
|
|
Blómgunartími |
|
Apríl-maí. |
|
|
|
Hæð |
|
2-5(-7) m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
Hraðvaxta. |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Lauffellandi runni, allt að 7 m hár í heimkynnum sínum.
Greinar gleiðar, stundum ± brothættar við grunninn, gulbrúnar til rauðbrúnar, ekki eða mjög daufbláleitar, langhærðar eða verða hárlausar,
viður sem hefur flagnað er langrákóttur, allt að 25 mm. Ársprotar gulgrænir eða rauðbrúnir, í meðallagi þétthullhærðir til mjög þéttullhærð eða verða hárlausir með aldrinum.
|
|
|
|
Lýsing |
|
Axlablöð mjög smá eða engin við fyrstu laufin, hvassydd, odddregin eða bogadregin. Laufleggur hvelfdur til flatur á efra borði, 2-5,5-13 mm, dúnhærð á efra borði, stærstu laufblöðkurnar mjó-aflangar, mjó-oddbaugóttar, oddbaugóttar, öfuglensulaga eða öfugegglaga, 20-44-87 x 10-16-45 mm,
grunnur fleyglaga eða bogadreginn, jaðrar flatir, heilir, bogtenntir eða óreglulega sagtenntir, kirtlar neðan á jöðrunum, oddur hvass, langyddur eða bogadreginn. Neðra borð bláleitt, meðalþéttdúnhært eða lang-silkihært eða verður hárlaust með aldrinum, hárin hvít eða grá, bylgjuð, með fínlegt, djúplægt æðanet á efra borði, mött til ögn glansandi, í meðallagi þéttdúnhærð, örlítið stutt-silkihærð eða verða hárlaus með aldrinum hárin hvít eða grá. Jaðrar grunnlaufa heilir með kirtildoppur. Ung lauf gulgræn eða rauðleit, langhærð eða lítið eitt
til í meðallagi þétt-lóhærð eða langsilkihærð á neðra borði, hárin hvít.
Karlreklar koma rétt á undan laufinu, kvenreklar á sama tíma og laufin. Karlreklar kröftugir til kúlulaga, 10-42 x 7-16 mm. Blómskipunarleggir 0,5-11 mm langir. Kvenreklar strjálblóma, kröftugir, grannir eða hálfkúlulaga, 16,5-85 x 9-32 mm, blómskipunarleggir 1-26 mm, stoðblöð blóma gulbrún, 1,2-3,2 mm, oddur bogadreginn, neðra borð hært eða verður hárlaust með aldrinum, hárin bein eða bylgjuð.
Hunangskirtill karlblóma aflangur eða egglaga, 0,3-0,8 mm, frjóþræðir ekki samvaxnir eða samvaxnir næstum hálfa lengdina, hárlausir eða hærðir á neðsta 1/2 hlutanum. Fræflar gulir eða purpuralitir en verða gulir, oddvala eða stutt-sívalir, 0,5-0,8 mm langir.
Hunangskirtill kvenblóma aflangur eða ferkantaður, 0,3-0,8 mm, eggleg öfugkylfulaga, trjóna ögn útblásin neðan við stílinn (stíllinn með langa trjónu), eggbú 6-16 í hverju egglegi. Stíll 0,1-0,4 mm, fræni mjó- eða breið-sívalar. Fræhýði 5-9 mm löng.Ɛ
|
|
|
|
Heimkynni |
|
Nýfundnaland til Alaska, suður til Kaliforníu. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Rakur, frjór jarðvegur meðfram lækjum, vötnum og flóum. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
3-7 |
|
|
|
Heimildir |
|
= www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=1&taxon-id=242445657, www.pfaf.org/user/plant.aspx?LatinName=Salix+bebbiana, |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sumar- og vetrargræðlingar. Fræi sáð um leið og það er þroskað. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í þyrpingar, sem stakstæður runni, í beð. |
|
|
|
Reynsla |
|
Nokkur eintök til úr Alaskasöfnun 1985. Yfirleitt nokkuð miskalin (K:0-3.5). Í Lystigarðinum er til ein planta frá 1980 undir samnefninu S. xerophila Flod., kelur lítið eða ekkert. Miðað við útbeiðslusvæði ætti að vera leikur einn að finna staðbrigði sem hentaði hérlendis. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|