Hulda - Úr ljóðinu Sorg
Þar sem blóm í laufalautum
ljúfu máli saman tala,
sem að ást og angur skilja, ?
blágresi og burknar grannir,
brönugrös og músareyra,
ljósberi og lækjarstjarna,
litlar fjólur, æruprísar,
gullmura og gleym-mér-eigi, ?
vildi ég mega minnast þín.
Spiraea japonica ‘Nana’
Ættkvísl   Spiraea
     
Nafn   japonica
     
Höfundur   (L.) Desv.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   ‘Nana’
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Dvergkvistur
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti   (S. japonica L.f. v. alpina Maxim., S. japonica L.f. ‘Nyewoods’).
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól, (hálfskuggi).
     
Blómlitur   Rauðbleikur.
     
Blómgunartími   Ágúst.
     
Hæð   20-40 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Mjög lágvaxinn og þéttvaxinn runni, nær 20-30 sm hæð og breidd á 5 árum. Lítur út eins og þéttgreinótt þúfa, árssprotar fínhærðir.
     
Lýsing   Lauf 1-2 sm löng, breiðegglaga, dökkgræn. Blómin smá, rauðbleik, í samanrekinni, næstum kúlulaga blómskipun.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Meðalrakur, nægjusöm planta.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1, 10
     
Fjölgun   Sumargræðlingar, skipting.
     
Notkun/nytjar   Í þyrpingar, í steinhæð, í raðir, í ker,í beð, í brekkur.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur, sem sáð var til 2001 og gróðursettar í beð 2006 og 2009, engar upplýsingar um kal, en þær eru seinar til og aðeins með knúbba 2011. Harðgerður runni (fékkst um tíma á Vöglum), má klippa alveg niður árlega.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is