Hulda - Úr ljóðinu Sorg
Þar sem blóm í laufalautum
ljúfu máli saman tala,
sem að ást og angur skilja, ?
blágresi og burknar grannir,
brönugrös og músareyra,
ljósberi og lækjarstjarna,
litlar fjólur, æruprísar,
gullmura og gleym-mér-eigi, ?
vildi ég mega minnast þín.
Ranunculus flammula
Ættkvísl   Ranunculus
     
Nafn   flammula
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Lensusóley
     
Ætt   Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól, skjól, raklendi.
     
Blómlitur   Gulur.
     
Blómgunartími   Síðsumars.
     
Hæð   50-80 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Lensusóley
Vaxtarlag   Breytileg tegund. Stönglar uppréttir, uppsveigðir eða skriðulir, ræta sig á stöngulliðum.
     
Lýsing   Grunnblöðin 4 x 2,5 sm, sýllaga eða lensulaga til breiðegglaga, með legg, laufin eru enn til staðar við blómgun. Stöngullaufin eru breiðlensulaga til bandlensulaga, stundum tennt, ydd, stilkstutt eða legglaus. Blómin stök eða fá saman í kvíslskúf, 1-2,5 sm í þvermál. Bikarblöðin 5, grængul, krónublöðin 5, öfugegglaga. Blómbotninn hárlaus. Hnotin egglaga, 1-2 mm, trjóna stutt, oddlaus.
     
Heimkynni   Evrópa, tempraði hluti Asíu.
     
Jarðvegur   Frjór, votur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Rök fjölæringabeð, tjarnarbakkar.
     
Reynsla   Vex bara vel í LA (ógr.).
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lensusóley
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is