Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Sambucus canadensis
Ættkvísl   Sambucus
     
Nafn   canadensis
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Kanadayllir
     
Ætt   Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól eða hálfskuggi.
     
Blómlitur   Beinhvítur
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hæð   2,5-3,5 m
     
Vaxtarhraði   Vex hratt.
     
 
Kanadayllir
Vaxtarlag   Uppréttar, útsveigðar og niðursveigðar greinar. Greinar lítillega blöðróttar, ungar greinar hárlausar.
     
Lýsing   Lauf stakfjöðruð með 5-11 smáblöðum, yfirleitt 7, smáblöðin að 14 x 6 sm, næstum legglaus, aflöng-egglaga, ydd, skarpsagtennt, neðsta parið með 2-3 sepum, hárlaus eða aðeins ullhærð á neðra borði. Blómin beinhvít í útbreiddri, sveiplaga blómskipan sem verður allt að 20 sm í þvermál. Aldin ber, allt að 5mm í þvermál, purpurasvört.
     
Heimkynni   A N-Ameríka.
     
Jarðvegur   Djúpur, frjór, rakur-meðalrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   3
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sumar og vetrargræðlingar, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í þyrpingar, sem stakstæður runni, í beð, undirgróður undir stærri tré.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur, önnur sem sáð var til 1986 og gróðursett í beð 1990, kól talsvert framan af, en til hinnar var sáð 1989 og hún gróðursett í beð 1990, kelur oftast mikið. Hefur reynst vel og blómgast árlega í seinni tíð.
     
Yrki og undirteg.   Nokkur yrki í ræktun erlendis. T.d. 'Acutiloba' með fínskipt fagurgrænt lauf, 'Aurea' með fölgrænt lauf, 'Argenteo Marginata' blöð með silfruðum blaðjöðrum, 'Chlorocarpa' með föl gulgrænu laufi, 'Maxima' kraftmikil, hávaxin, blómskipun allt að 40 sm í þvermál, 'Rubra' með fölrauð aldin. Af þessum yrkjum er einungis 'Aurea' í ræktun í lystigaðinum enn sem komið er. Einnig má telja til S. canadensis v. submollis Rehd. er með lauf sem er mjúkgrádúnhærð á neðra borði.
     
Útbreiðsla  
     
Kanadayllir
Kanadayllir
Kanadayllir
Kanadayllir
Kanadayllir
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is