Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Achillea filipendulina 'Gold Plate'
Ættkvísl   Achillea
     
Nafn   filipendulina
     
Höfundur   Lam.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Gold Plate'
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Mjaðarhumall
     
Ætt   Körfublómaætt (Asteraceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Djúp gullgulur.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   80-120 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Mjaðarhumall
Vaxtarlag   Sjá aðaltegund, nema stönglar eru háir og stinnir. Laufin ilma dálítið.
     
Lýsing   Sjá aðaltegund nema blómin eru smá, djúp gullgul, í flötum kollum.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Rakur en vel framræstur, frjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   3
     
Heimildir   = 1, https://www.rhs.org.uk/Plants/91601/Achillea-filipendulina-Gold-Plate/details?returnurl=.......,
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í skrautblómabeð á sólríkum, hlýjum stað. Góð í þurrblómaskreytingar.
     
Reynsla   Ekki í Lystigarðinum 2015.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Mjaðarhumall
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is