Málsháttur
Eigi fellur tré við hið fyrsta högg.
Dodecatheon hendersonii
Ættkvísl   Dodecatheon
     
Nafn   hendersonii
     
Höfundur   Gray
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Spaðagoðalykill
     
Ætt   Maríulykilsætt (Primulaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Purpura til hvítur.
     
Blómgunartími   Síðla vors og fram á sumar.
     
Hæð   20-35 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Breytilegar plöntur, hárlausar til kirtilhærðar, með æxlikorn.
     
Lýsing   Lauf lensulaga til spaðalaga eða egglaga, allt að 11 sm á lengd, heilrendir, stundum aðeins bylgjaðir. Blómstönglar allt að 35 sm með 3-9 blóm. Króna með 4-5 flipa, rauðrófupurpura til hvít, allt að 2,5 sm. Frjóþræðir samvaxnir í langa purpuralita pípu. Frjóhnappar gulir til purpura, yddir, tenglin venjulega hrukkótt. Fræni ekki stækkuð. Fræhýðistennur sljóyddar.
     
Heimkynni   N Ameríka.
     
Jarðvegur   Djúpur, frjór, framræstur, rakaheldinn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   1,2
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í fjölæringabeð.
     
Reynsla   Í F1 frá 1994, hefur þrifist með ágætum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is