Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Saxifraga sachalinensis
Ættkvísl   Saxifraga
     
Nafn   sachalinensis
     
Höfundur   F. Schmidt
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Sakalínsteinbrjótur
     
Ætt   Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær, sígræn jurt.
     
Kjörlendi   Hálfskuggi.
     
Blómlitur   Mjólkurhvítur-grænleitur.
     
Blómgunartími   Maí.
     
Hæð   20-30 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Myndar þúfur af fremur stórum, sígrænum blöðum.
     
Lýsing   Planta allt að 35 (-50) sm, jarðstöngull stuttur og skástæður. Lauf 3-7 í hvirfingu, bogtennt, nokkuð kjötkennd, egglaga, 3,5-8,0 x 5 sm, dúnhærð, rauðfjólublá neðan, græn ofan. Blómskipunin í gisnum skúf, blómin smá, mörg, mjólkurhvít.
     
Heimkynni   M & S Sakalín.
     
Jarðvegur   Frjór, framræstur, meðalrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   Köhlein: Saxifrages, www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id =242442757
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í beð.
     
Reynsla   Lítt reynd, Í N1-C07 frá 2003. Auðræktuð, lítils virði sem garðplanta en gæti verið áhugaverð fyrir safnara.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is