Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Saxifraga androsacea
Ættkvísl   Saxifraga
     
Nafn   androsacea
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Skjaldarsteinbrjótur
     
Ætt   Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær, sígræn jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   10 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Laufóttir sprotar í blaðöxlunum, stuttir, uppréttir, myndar hvirfingar af grunnlaufum sem mynda toppa eða breiður. Dauð lauf brúnleit.
     
Lýsing   Lauf 7-30 x 3-6 mm, mjókka að illa afmörkuðum blaðlegg meðtöldum, blaðkan bandlaga-aflöng til mjó-öfugegglaga, venjulega heil, stundum með 3 næstum hvassyddar tennur, snubbótt eða því sem næst ydd, jaðar með kirtilhár, sum þeirra allt að 2 mm. Blómstönglar 2-8 sm með 1-3 blóm hver. Krónublöð 4-7 mm, aflöng eða mjó-öfugegglaga, greinilega aðskilin, hvít.
     
Heimkynni   Fjöll Evrópu, Síbería.
     
Jarðvegur   Frjór, framræstur, rakaheldinn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   2
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í beð, í breiður.
     
Reynsla   Ræktuð frá ómunatíð í garðinum og hefur staðið sig með prýði.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is