Málsháttur
Mjór er mikils vísir.
Primula suffrutescens
Ættkvísl   Primula
     
Nafn   suffrutescens
     
Höfundur   A. Gray
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Runnalykill
     
Ætt   Maríulykilsætt (Primulaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær, trjákennd planta.
     
Kjörlendi   Sól-hálfskuggi.
     
Blómlitur   Bleikur, rósrauður, rauður eða purpura.
     
Blómgunartími   Síðsumars.
     
Hæð   10-15 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Opnar blaðhvirfingar, trékennd planta og skriðul, dauð lauf hanga lengi á plöntunum.
     
Lýsing   Blaðhvirfingar með legglausa límkirtla. Lauf þykk, 1,5 - 4 sm x 5-10 mm, fleyglaga til spaðalaga, bogadregin í oddinn, tennt ofan til en mjókka smám saman í vængjaðan legg, dökkgræn á efra borði en gulleit á því neðra. Blómstönglar allt að 5 sm við blómgun en lengjast í 12 sm við aldinþroska, grannir beinir með 1-9 blóm í sveip. Stoðblöð 3-6 mm, mjó. Blóm mislegglöng, leggir 5-15 mm langir. Krónan allt að 2 sm í þvermál, flöt skífa, bleik, rósrauð, rauð eða purpuralit með gult auga. Krónupípa gul, um það bil 2 x lengri bikarinn.
     
Heimkynni   SV Bandaríkin.
     
Jarðvegur   Mjög frjór, rakheldinn, framræstur.
     
Sjúkdómar   Engir.
     
Harka  
     
Heimildir   = 2,
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Skýldir staðir norðan og austan við hús.
     
Reynsla   Rækta í hálfskugga í vel framræstri safnhaugamold. Þarf vetrarskýli til að verjast vætu að vetri. Reynsla stutt, lifði stutt.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is