Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Gentiana tibetica
Ættkvísl   Gentiana
     
Nafn   tibetica
     
Höfundur   King ex J. D. Hooker
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Vængjavöndur*
     
Ætt   Maríuvandarætt (Gentianaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól - hálfskuggi.
     
Blómlitur   Fölgulur til gulgrænn, með dökkbrúna slikju á ytra borði.
     
Blómgunartími   Júní-ágúst.
     
Hæð   40-50 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölær jurt, 40-50 sm á hæð. Rætur allt að 30 x 2 sm. Stönglar uppréttir, stinnir, ógreindir, hárlausir. Leggur grunnlaufa 5-7 sm, himnkenndur, laufblaðkan mjó-oddbaugótt til egglaga-oddbaugótt, 9-16 x 4-5,5 sm, mjókkar við grunninn, jaðar snarpur, oddur langyddur til hvassyddur, 7-9 tauga. Stöngullauf í 3-5 pörum, laufleggurinn allt að 3,5 sm, himnukenndur, laufblaðkan oddbaugótt-lensulaga til egglaga-oddbaugótt, 9-16 x 4-5,5 sm, snubbótt eða hálfsnubbótt við grunninn, jaðar snarpur, langydd eða hvassydd, 3-5 tauga, efstu laufin greinilega stór, legglaus, útstæð og lykja um blómaþyrpinguna.
     
Lýsing   Blómskipunin þétt, endastæð, margblóma, blómin eru líka í fáblóma krans í blaðöxlunum, en sjaldan. Blómin legglaus. Bikarpípa lík slíðri, 6-8 mm, himnukennd, klofinn á einni hlið, þverstýfð í toppinn, með 5 flipa, sem minna á tennur, 0,3-0,5 mm. Krónan er fölgul til gulgræn á innra borði, krónutungan er með dökkbrúna slikju á ytra borði, krónan er breiðpípulaga, (2,6-)3-3,2 sm, flipar egglaga-þríhyrndir, 4-5 mm, heilrendir, hvassyddir. Ginleppar þríhyrndir, 0,5-1,5 mm, ósamhverfir, jaðar smátenntur, hvassyddir. Fræflar festir um miðja krónuna innanverða, frjóþræðir 7-9 mm, frjóhnappar mjó oddvala, 1,5-2 mm. Stíll 2,5-3, frænisflipar aflangir. Aldinhýði legglaus, oddvala til egglaga-oddvala, 1,8-2,2 sm. Fræ ljósbrún, oddvala, 1,3-1,5 mm.
     
Heimkynni   Kína (S og SA Xizang) Bhutha, Nepal, Sikkim.
     
Jarðvegur   Djúpur, frjór, framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   = 2, Flora of China www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=2&taxon-id=200018113
     
Fjölgun   Sáning, skipting.
     
Notkun/nytjar   Í fjölæringabeð, í steinhæðir.
     
Reynsla   Nokkur eintök eru til í Lystigarðinum, þrífast vel.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   Vex á jöðrum ræktaðs lands, á vegkantum, í skógarjöðrum í 2100-4200 m hæð yfir sjó í heimkynnum sínum S. og SA Xizang (Bhutan, Nepal, Sikkim).
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is