Málsháttur
Eigi fellur tré við hið fyrsta högg.
Gentiana hexaphylla
Ættkvísl   Gentiana
     
Nafn   hexaphylla
     
Höfundur   Maxim. ex Kusnezow
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Kransavöndur*
     
Ætt   Maríuvandarætt (Gentianaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Blár, gulhvítur við grunninn.
     
Blómgunartími   Júlí-september.
     
Hæð   20 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölær jurt, 5-20 sm há. Engin hvirfingarlauf eða illa þroskuð, laufblaðkan þríhyrnd, 5-10 x 12,5-2 mm, himnukennd, 2-3 mm grunnsins samvaxinn, jaðar ekki snarpur, miðstrengur áberandi. Stöngullauf í 6-7- blaða hvirfingum, stærri og þéttstæðari eftir því sem nær dregur toppnum, efstu laufin umlykja bikarinn. Jaðrar laufblöðkunnar ekki snarpir, blaðkan hvassydd, miðtaugin áberandi á neðra borði. Neðstu stöngullaufin visna við blómgun, lensulaga til egglaga, 2,5-6 x 1-2 mm, hvassydd, mið- og efstu laufin bandlaga-spaðalaga, 5-15 x 1,5-3 mm.
     
Lýsing   Blómin endastæð, stök, legglaus, (5- eða)6 eða 7-(eða 8)-deild. Bikarpípan mjó-öfugkeilulaga, 8-10 mm, flipar band-spaðalaga, 5-11 mm, laufkenndir, jaðar ekki snarpur, miðtaugin áberandi, snubbótt. Krónan blá með föl gulhvítan grunn og dökkbláar rákir, pípulaga-bjöllulaga, 3,5-5 sm, flipar breiðegglaga til egglaga-kringlóttir, 4,5-6 mm, jaðar trosnaður, hvassyddir til snubóttir og með 2-2,5 mm rófuodd. Ginleppar breið-þríhyrndi, 0,5-1 mm, jaðar trosnaður, snubbótt. Fræflar festir við grunninn á krónupípunni, frjóþræðir 2-3 mm, frjóhnappar mjó-oddvala, 2-3 mm. Stíll 3-5 mm, frænisflipar aflangir. Aldinhýði egglaga-oddvala, 1,3-1,7 sm, eggbúsberi allt að 5 sm. Fræ ljósbrún, oddvala til egglaga, 1,2-1,5 mm.
     
Heimkynni   N & V Kína.
     
Jarðvegur   Frjór, framræstur, meðalrakur-þurr.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1,2, The flora of China http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=200017981
     
Fjölgun   Sáning, skipting.
     
Notkun/nytjar   Í fjölæringabeð, í steinhæðir.
     
Reynsla   Ekki í ræktun sem stendur í garðinum. Er á óskalista. Vex í heimkynnum sínum í graslendi, vegköntum og engjum til fjalla í 2700-4400 m hæð. S Gansu, ASA Quinghai, Shaanxi (Taibai Shan), N og V Sichuan.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is