Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr
Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns
Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar
Og rætur þeirra
verða alltaf mínar
|
Ættkvísl |
|
Taxus |
|
|
|
Nafn |
|
cuspidata |
|
|
|
Höfundur |
|
Sieb. & Zucc. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Japansýr |
|
|
|
Ætt |
|
Ýviðarætt (Taxaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
T. baccata cuspidata Carr. |
|
|
|
Lífsform |
|
Sígrænn runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Hálfskuggi (sól). |
|
|
|
Blómlitur |
|
|
|
|
|
Blómgunartími |
|
|
|
|
|
Hæð |
|
1-5 m(-20 m) |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
Hægvaxta. |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Tré, sem verður 20 m hátt eða hærra í heimkynnum sínum, en yfirleitt bara runni t.d. í Þýskalandi, hérlendis eingöngu lítill runni. Greinar útstæðar eða uppsveigðar, börkur rauðbrúnleitur, ársprotar rauðleitir. |
|
|
|
Lýsing |
|
Brum oftast egglaga, þau neðri eru allt að því þríhyrnd og kjöluð. Barrnálar óreglulega tvítauga, bandlaga, mjókka snögglega í stingandi brodd, 15-25 mm langar og allt að 3 mm breiðar, mjókka snögglega í greinlegan, gulleitan legg, sem er 2 mm á lengd. Nálar djúpgrænar ofan, en að neðan með 2 gulleitar loftaugarendur. Nálarnar standa meira og minna óreglulega út frá sprotunum og mynda þröngt V ofan á þeim. Blómin einkynja og plönturnar eru sérbýlisplöntur. Kvenblómið er eitt íhvolft fræblað, sem verður að rauðu aldini með einu fræi. Fræ egglaga, samþjöppuð, dálítið 3-4 köntuð. Frækápa rauð. Aldinin á Japansý eru oft nokkur saman í hóp, og því fleiri saman en hjá Taxus baccata. Brumhlífarblöð eru oftast egglaga og þau neðri þríhyrndari, yddari, grábrún og kjöluð. Þau sitja lausar en hjá Taxus baccata. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Japan, Kórea, Manchúría og austurströnd Síberíu. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Léttur, frjór. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
6 |
|
|
|
Heimildir |
|
1, 7 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sumargræðlingar í ágúst-september. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í norður og austur jaðri beða. |
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum er planta sem sáð var til 1982 og önnur sem var keypt 1988, báðar eru fallegar og kal í þeim oftast ekkert. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
Fjöldi yrkja, t.d. Taxus cuspidata 'Nana' '- kk yrki, óreglulega vaxinn og lágur runni, um 1 meter á hæð og breidd. Hann vex aðeins 3-5 sm á ári. Nálar eru 20-25 mm langar, fölgrænar til djúpgrænar og standa mest óreglulega út frá sprotunum. Afbrigðið er upprunalega komið frá Japan. Þetta ræktunarafbrigði hefur verið til í góðum Þrifum í Reykjavík í mörg ár, og hefur reynst mjög skuggþolið, en líka mjög hægvaxta. Það þrífst líklega betur í hálfskugga heldur en fullri |
|
|
|
Útbreiðsla |
|
Verðmæt tegund vegna djúpgræna barrsins og þess hve vetrarþolin hún er. |
|
|
|
|
|