Málsháttur
Eigi fellur tré við hið fyrsta högg.
Dianthus glacialis
Ættkvísl   Dianthus
     
Nafn   glacialis
     
Höfundur   Haenke.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Jökladrottning
     
Ætt  
     
Samheiti   D. gelidus Schott, Nyman & Kootschy
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Bleikur.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   10 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Jökladrottning
Vaxtarlag   Þéttþýfður fjölæringur, oftast hárlaus, allt að 10 sm.
     
Lýsing   Lauf meira eða minna bandlaga, snubbótt, glansandi, mjúk viðkomu. Blóm venjulega stök á stuttum stönglum með aðeins 1-2 laufpör. Bikar 1,2 - 1,6 sm breikka upp á við. Utanbikarflipar 2 eða 4, egglaga-lensulaga með langan odd, næstum jafnlangir og bikarinn. Krónutungan 8-12 mm, fíntennt og með skegg, bleik með hvítt 'auga' og ljós á neðra borði,
     
Heimkynni   A Alpar & Karpatafjöll.
     
Jarðvegur   Léttur, sendinn, framræstur, kalksnauður.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1, 2
     
Fjölgun   Sáning, græðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í ker, í kanta, í breiður.
     
Reynsla   Lítt reynd hér enn sem komið er. Þarf sennilega vetrarskýli.
     
Yrki og undirteg.   D. x roysii (náttúrulegur blendingur D. glacialis x D. gratianopolitanus) er mjög eftirsóknarverður, blómviljugur með stórt blóm, hálf ofkrýndur. D. ´Roseus´ er yrki með djúpbleik blóm. D. glacialis ssp. gelidus er með hvít blóm.
     
Útbreiðsla  
     
Jökladrottning
Jökladrottning
Jökladrottning
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is