Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Sorbus foliolosa
Ćttkvísl   Sorbus
     
Nafn   foliolosa
     
Höfundur   (Wall.) Spach
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Bersareynir
     
Ćtt   Rósaćtt (Rosaceae).
     
Samheiti   Pyrus foliolosa Wall. , Pyrus foliolosa Wall., Pyrus wallichii Hook.f. , Sorbus wallichii (Hook.f.) H.Ohashi , Sorbus wallichii (Hook.f.) T.T.Yu , Pyrus foliolosa var. ambigua Cardot
     
Lífsform   Lauffellandi runni eđa lítiđ tré.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Snemmsumars.
     
Hćđ   3-5(-6)m
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Vaxtarlag   Tré, allt ađ 6 m hátt eđa stór runni. Árssprotar nokkuđ sterklegir, međ áberandi barkarop. Brum egglaga, allt ađ 15 mm, rauđleit međ rauđbrúnum hárum í oddinn og á jörđum brumhlífa.
     
Lýsing   Lauf allt ađ 20 sm međ 9-12 smáblađapörum. Smáblöđ ađ 45 x 15 mm en oftast ađeins 30 x 15 mm, aflöng-egglaga, broddydd, tennt nćstum ađ grunni á langsprotum en ađeins á efri hlutanum á stuttgreinum, leđurkennd, ćđastrengir mynda gró á efra borđi, en međ rauđbrúnum hárum á neđra borđi og nöbbótt á neđra borđi. Blómskipunin hálfsveipur međ sterklegar greinar og áberandi barkarop. Aldin hvít nema hvađ bleikleit slikja er viđ jađar bikarblađa, ţó ađ opiđ milli bikarblađanna sem ekki ná saman, sýnist svart og mjög áberandi á toppi aldinsins, allt ađ 10 x 11 mm, oft breiđari en hćđin. Bikarblöđ kjötkennd. Frćvur (4-)5, undirsćtnar, toppar nćstum fullkomlega samvaxnir í dćld í bikarnum, hárlaus. Stílar allt ađ 2,5 mm, ekki ţétt saman. Frć dökkbrún, allt ađ 4,5 mm, allt ađ 5 í hverju aldini. Fjórlitna (2n=68), smátegund sem fjölgar sér međ geldćxlun, ţekkt í rćktun úr einni einstakri grúppu, en eins og túlkađ er í náttúrunni og í plöntusöfnum líklega grúppa af náskyldum smátegundum.
     
Heimkynni   Nepal. Bhutan, N Indland, SA Tíbet.
     
Jarđvegur   Léttur, frjór, framrćstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   15, www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=200011715
     
Fjölgun   Sáning, sumargrćđlingar.
     
Notkun/nytjar   Í skrautbeđ. Vex í Kína í blönduđu skóglendi og međfram ám í 2500-4200 m hćđ í SA Xizang, Yunnan, en einnig í Bhutan, N Indlandi, N Myanmar, Nepal og Sikkím.
     
Reynsla   LA 901469 í P2-L03. Gróđursett 2001 er elsta númeriđ og kom sem nr. 811 Wisley RHS Gard 1990. Kelur nokkuđ sum ár en önnur lítt sem ekkert. Stutt reynsla enn sem komiđ er.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is