Vorið góða, grænt og hlýtt (Heinrich Heine, þýðing)
Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.

Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur;
eins mig fýsir alltaf þó:
aftur að fara í göngur.
Sorbus poteriifolia
Ættkvísl   Sorbus
     
Nafn   poteriifolia
     
Höfundur   Hand.-Mazz.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fjaðurreynir
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti   Pyrus foliolosa Wallich var. subglabra Cardot; P. reducta W. W. Smith (1930), not Diels (1912).
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Bleikur.
     
Blómgunartími   Snemmsumars.
     
Hæð   30 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Dvergvaxinn, skriðull runni allt að 30 sm hár. Mikill vöxtur er aðeins neðanjarðar.
     
Lýsing   Brum eru keilulaga, rauð, með rauðbrún hár í oddinn og á jöðrum burmhlífanna. Laufin yfirleitt 4-7 sm með 4-6 pör af leggstuttum smálaufum. Smálauf allt að 14 x 8 mm, hvasstennt, ekki nöbbótt á neðra borði. Blómin bleikleit, bikarblöð með greinilega miðtaug, ekki kjötkennd. Krónuflipar áberandi bleikari meðfram miðrifinu. Fræflar oftast 10 talsins. Eggleg undirsætið. Aldin mattrauð í fyrstu, verða hvít þegar þau eru fullþroska, allt að 8,25 x 9,5 mm. Frævur 3-5, undirsætin, oddurinn samvaxinn í dæld í bikarnum. Stílar 3-5, um 2 mm langir, meira eða minna samvaxnir við grunninn, hárlausir. Fjórlitna smátegund með geldæxlun. (2n=68).
     
Heimkynni   Kína (Upper Burma, Yunnan), Indland (Assam).
     
Jarðvegur   Súr, lífefnaríkur mýrajarðvegur, vex með Rhododendron tegundum.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   15
     
Fjölgun   Sáning, sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í beðkanta.
     
Reynsla   LA 990873 í uppeldi. Er í R03 E 2007. Kom sem nr. 664 frá Reykjavík HB 1998-1999. Ekki marktæk reynsla enn sem komið er.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is