Halldór Kiljan Laxness - Heimsljós

"Fegursta blómið, það lifir í huldum stað, fæstir fá nokkurntíma að sjá það, mörgum sést yfir það, nokkrir kunna ekki skil á gildi þess, þeir sem uppgötva það munu ekki sjá annað blóm síðan. Allan daginn hugsar maður um það. Þegar maður sefur dreymir mann það. Maður deyr með nafn þess á vörum."

Betula pendula 'Dalecarlica'
Ættkvísl   Betula
     
Nafn   pendula
     
Höfundur   Roth.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Dalecarlica'
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Dalabjörk (vörtubirki)
     
Ætt   Bjarkarætt (Betulaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Tré
     
Kjörlendi   Sól
     
Blómlitur   Grænleitur til kakóbrúnn
     
Blómgunartími   Maí-júní
     
Hæð   8-11 m
     
Vaxtarhraði   Meðal
     
 
Dalabjörk (vörtubirki)
Vaxtarlag   Mjög glæsilegt, hávaxið og grannt tré, mjó-pýramídalaga til egglaga í vextinum, 11 m hátt og 6 m breitt, greinaendar hangandi. Börkur fallegur, pappírshvítur, flagnar af með aldrinum, verður gróflega sprunginn með grá-svarta flekki á bolnum. Aðalgreinarnar eru uppréttar frá bolnum og fíngerðir ytri greinaendar verða meira áberandi hangandi eftir því sem tréð eldist.
     
Lýsing   Laufin djúpskert, áberandi fjaðurlík. Laufið milligrænt að sumrinu, smjörgult að haustinu. Lítil blómin eru í reklum. Karl og kvenblóm eru aðskilin en á sömu plöntunni (einkynja blóm). Litlar, vængjaðar hnotirnar eru í hangandi blómskipuninni/reklunum, sem falla af að haustinu. Þetta yrki fannst fyrst í Svíþjóð 1767. Ef það þarf að snyrta tréð ætti að gera það síðsumars eða snemma hausts. Þar sem snyrting síðla vetrar eða snemma vors getur valdið því að trénu 'blæðir' of mikið.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Jafnrakur, frjór jarðvegur. Getur aðlagst breytilegu sýrustigi.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   2
     
Heimildir   = 1, http://www.flemings.com.au
     
Fjölgun   Fjölgað með ágræðslu á stofn af ilmbjörk.
     
Notkun/nytjar   Í þyrpingar, sem stakstæð tré, í blönduð beð. Dalabjörkin er nógu smávaxin til að henta í litla garða, án þess að vera of yfirþyrmandi. En hún er líka góð á stærri svæði þar sem hún er gróðursett ein sér eða í þyrpingar.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni kom sem planta frá gróðrarstöðinni Kjarna 1993 og var gróðursett í beð 1994, kelur lítið eitt. Þrífst vel á allra bestu stöðum í sól og góðu skjóli.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Dalabjörk (vörtubirki)
Dalabjörk (vörtubirki)
Dalabjörk (vörtubirki)
Dalabjörk (vörtubirki)
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is