Málsháttur
Lengi býr að fyrstu gerð.
Campanula alliariifolia
Ættkvísl   Campanula
     
Nafn   alliariifolia
     
Höfundur   Willd.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Vaxklukka
     
Ætt   Campanulaceae
     
Samheiti   C. lamiifolia Adamson; C. macrophylla Sims.
     
Lífsform   Fjölær
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi
     
Blómlitur   Hvítur
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst
     
Hæð   0.3-0.7m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxklukka
Vaxtarlag   Fjölæringur með upprétta - skástæða - útafliggjandi, laufótta, þéttdúnhærða blómstöngla. Stönglar og bikarblöð rauðbrúnleit. Blómstönglar allt að 70 sm, ógreindir eða stöku sinnum greinóttir. Meðalstór, langstilkuð laufblöð í hvirfingu við grunn.
     
Lýsing   Grunnlaufin grágræn, allt að 20 sm, breið-þríhyrnd til hjartalaga, hvít af þéttu filthári á neðra borði, dálítið tennt og stilkuð. Stöngullauf minni og stilkstyttri eftir því sem ofar dregur á stöglum. Blóm hangandi, axlastæð eða í einhliða klösum. Blómin eru með aukabikar. Krónan trektlaga eða mjóbjöllulaga með skegg á jöðrunum, flipar egglaga, hvassyddir, dálítið aftursveigðir, hvítbláir, fannhvítir eða rjómalitir. Stíll næstum ekki út úr krónunni, frævur 3. Hýði öfugkeilulaga með rif og opnast neðantil.
     
Heimkynni   Kákasus, Tyrkland (Anatólía), L Asía
     
Jarðvegur   Léttur, framræstur, frjór
     
Sjúkdómar  
     
Harka   3, H3
     
Heimildir   1,2 HS
     
Fjölgun   Skipting, sáning
     
Notkun/nytjar   Steinhæðir, beð, undirgróður
     
Reynsla   Falleg, harðgerð og auðræktuð bláklukkutegund, sem hefur verið lengi í ræktun. Þarf stuðning þegar líður á sumarið.
     
Yrki og undirteg.   Campanula alliariifolia 'Ivory Bells' er með rjómalit blóm. Campanula alliariifolia 'Flore Pleno' er með ofkrýnd blóm.
     
Útbreiðsla  
     
Vaxklukka
Vaxklukka
Vaxklukka
Vaxklukka
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is