Jón Thoroddsen - Barmahlíð

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Campanula barbata
Ættkvísl   Campanula
     
Nafn   barbata
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Skeggklukka
     
Ætt   Campanulaceae
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær, stundum skammlíf
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi
     
Blómlitur   Ljósgráfjólublár
     
Blómgunartími   Ágúst-sept.
     
Hæð   0.2-0.4m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Skeggklukka
Vaxtarlag   Uppréttur, þýfður, dúnhærður, oft skammlífur fjölæringur með djúpstæðar rætur, flest blöð í hvirfingu við jörð, grófhærðir stönglar og blöð.
     
Lýsing   Hvirfingarlauf lensulaga eða aflöng, þornhærð með bylgjaða jaðra, heilrend. Stöngullauf borðalaga, dúnhærð. Blómstönglar eru oftast ógreindir, stundum allmargir, allt að 30-40 sm háir. Blóm drúpandi í strjálblóma, einhliða axi, með hærðan, lítt áberandi aukabikar. Krónan allt að 3 sm, ljósgráfjólublá bjöllulaga, klofin að 1/3. Flipar aftursveigðir, randhærðir, skegghærðir að innan með löng hvít hár. Stíll næstum ekki út úr blóminu. Hýði opnast neðst. Blómgast frá júlílokum og fram í september.
     
Heimkynni   Alpa & Karpatafjöll, fjöll í S Noregi
     
Jarðvegur   Léttur, frjór, framræstur, þolir ekki kalk.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6, H3
     
Heimildir   1,2
     
Fjölgun   Skipting, sáning
     
Notkun/nytjar   Steinhæðir, kanta, beð, undirgróður
     
Reynsla   Hefur reynst vel í garðinum og vaxið þar samfellt í N9 frá 1991 þannig að ekki er hún alltaf skammlíf. Þroskar fræ árlega.
     
Yrki og undirteg.   Campanula barbata 'Alba' með hvít blóm
     
Útbreiðsla  
     
Skeggklukka
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is